Óttast að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla Heimsljós 14. júlí 2020 10:02 Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Seifuasseged/Save the Children Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni – Save Our Education – er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn. Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins. „Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur. Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent
Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni – Save Our Education – er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn. Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins. „Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur. Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent