Framtíðin felst í grænni orku og nýsköpun Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 13. júlí 2020 11:00 Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Umhverfismál Orkumál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun