Framtíðin felst í grænni orku og nýsköpun Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 13. júlí 2020 11:00 Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun