Golf

Morikawa hafði betur gegn Thomas í bráðabana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morikawa fékk líka þessa fínu skál fyrir að vinna mót dagsins.
Morikawa fékk líka þessa fínu skál fyrir að vinna mót dagsins. Gregory Shamus/Getty Images

Workday Charity Open- mótinu í golfi lauk í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa hafði betur gegn Justin Thomas í bráðabana og vann þar með sitt annað PGA-mót á ferlinum.

Það sem gerir þetta afrek enn magnaðra er að þetta var aðeins 24. mót Morikawa í mótaröðinni. Ágætis árangur það.

Fyrir hring dagsins var Thomas með forystu en Morikawa vann hægt og bítandi á. Á endanum þurfti bráðabana til að skera úr um hvor myndi fara með sigur af hólmi en báðir léku á 19 höggum undir pari.

Alls þurfti þrjár holur til að útkljá keppni þeirra félaga. Þeir léku fyrstu holuna báðir á þremur höggum og þá síðari á fjórum. Á þriðju holu fór Thomas yfir þau fjögur högg sem Morikawa þurfti til að koma kúlunni ofan í og þar með tapaði hann bráðabananum.


Tengdar fréttir

Justin Thomas efstur fyrir lokahringinn

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas leiðir fyrir lokahringinn á Workday Charity Open mótinu í golfi. Hinn norski Viktor Hovland er í öðru sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.