Handbolti

Selfoss fær litháískan landsliðsmarkvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik með Selfossi á síðasta tímabili.
Úr leik með Selfossi á síðasta tímabili. vísir/daníel

Vilius Rasimas, landsliðsmarkvörður Litháens, er genginn í raðir Selfoss.

Rasimas, sem er þrítugur, kemur til Selfoss frá Aue í Þýskalandi. Á síðasta tímabili var hann með 21% hlutfalls markvörslu í þýsku B-deildinni.

Á síðasta tímabil var Selfoss með verstu hlutfalls markvörsluna í Olís-deild karla, eða 26,9%.

Selfoss var í 5. sæti deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Selfyssingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á þarsíðasta tímabili.

Auk Rasimas hefur Selfoss fengið Guðmund Hólmar Helgason frá West Wien í Austurríki. Þá hefur Halldór Sigfússon tekið við þjálfun liðsins af Grími Hergeirssyni.

Selfyssingar eru hins vegar búnir að missa landsliðsmanninn Hauk Þrastarson til pólska liðsins Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×