Handbolti

Selfoss fær litháískan landsliðsmarkvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik með Selfossi á síðasta tímabili.
Úr leik með Selfossi á síðasta tímabili. vísir/daníel

Vilius Rasimas, landsliðsmarkvörður Litháens, er genginn í raðir Selfoss.

Rasimas, sem er þrítugur, kemur til Selfoss frá Aue í Þýskalandi. Á síðasta tímabili var hann með 21% hlutfalls markvörslu í þýsku B-deildinni.

Á síðasta tímabil var Selfoss með verstu hlutfalls markvörsluna í Olís-deild karla, eða 26,9%.

Selfoss var í 5. sæti deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Selfyssingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á þarsíðasta tímabili.

Auk Rasimas hefur Selfoss fengið Guðmund Hólmar Helgason frá West Wien í Austurríki. Þá hefur Halldór Sigfússon tekið við þjálfun liðsins af Grími Hergeirssyni.

Selfyssingar eru hins vegar búnir að missa landsliðsmanninn Hauk Þrastarson til pólska liðsins Kielce.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.