Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2020 07:00 Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans. Umferð Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.
Umferð Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent