Fyrrum borgarfulltrúi lætur sér detta í hug sameiningu Seltjarnesbæjar við skuldafenið Reykjavík Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 07:00 Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun