Bílar

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Kia e-Soul
Kia e-Soul

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könn­un J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.

Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár.

Í könn­un J.D. Power voru rúm­lega 87 þúsund bí­leig­end­ur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurn­inga á mörg­um mis­mun­andi sviðum um áreiðan­leika bíla þeirra og bil­an­ir á fyrstu 90 dögum. Með þess­ari könn­un er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bíla­fram­leiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum.

Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.