Hvað með að skrifa bara grein? Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 1. júlí 2020 13:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun