Viðskipti innlent

ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul

Andri Eysteinsson skrifar
Frá uppsetningu tilraunaverksmiðju CRI í Þýskalandi.
Frá uppsetningu tilraunaverksmiðju CRI í Þýskalandi. Aðsend

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur verið útnefnt sem lykilfrumkvöðul (e. Key Innovator) af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. CRI varð því fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta þessa viðurkenningu en áður hefur Háskóli Íslands hlotið nafnbótina.

CRI og samstarfsaðilar hafa nú formlega lokið rannsóknarverkefni sínu, MefCO2, sem staðið hefur yfir síðustu fimm árin.

Verkefnið, sem að hluta til var fjármagnað af Horizon 2020 Nýsköpunar- og rannsóknaráætlun ESB, var tilraunaverksmiðja sem byggir á ETL tæknilausn CRI reist við orkuver RWE nærri þýsku borginni Köln.

Með rekstri verksmiðjunnar var unnt að sýna fram á að hægt er að nýta ETL tæknilausnina til þess að umbreyta vind- og sólarorku ásamt koltvísýringi jafnóðum yfir á fljótandi form.

Afurðin nefnist þá rafmetanól sem hægt er að geyma, flutja og nýta á margvíslegan máta.

Carbon Recycling International hefur starfrækt verksmiðju í Svartsengi og er þar er koltvísýringi og vetni rafgreint úr vatni með grænni orku er umbreytt í endurnýjanlegt eldsneyti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.