Viðskipti innlent

Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, fylgist grannt með þróun mála í fluggeiranum.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, fylgist grannt með þróun mála í fluggeiranum. Stöð 2/Einar Árnason.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Hlutafjárútboð Icelandair með það að markmiði að ná inn nærri 30 milljörðum króna átti að hefjast í dag en í morgun tilkynnti félagið að því yrði frestað fram í ágúst. Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að félagið vinni nú með íslenskum stjórnvöldum og bönkum að útfærslu ríkisábyrgðar að láni til félagsins.

Rætt var við þá Boga Nils og Jón Karl í frétt Stöðvar 2 sem sjá má hér:


Tengdar fréttir

Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst

Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð.

Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag

Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
1,19
1
6.148
SJOVA
0,49
6
37.526
VIS
0,19
8
70.298
EIM
0
1
94
ICESEA
0
2
220

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
18
3.918
REGINN
-2,22
6
349.148
ARION
-1,85
17
133.874
EIK
-1,81
4
31.967
SKEL
-1,13
7
79.670
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.