Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. maí 2020 16:40 Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á hluthafafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. Var tillagan samþykkt samhljóða af þeim hluthöfum sem mættu á fundinn en hún felur í sér að hlutaféð verði aukið um allt að 30 milljarða króna, samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar. Mikill meirihluti hluthafa mætti til fundarins eða 82,3% þeirra. Fundurinn hófst klukkan 16 og þegar Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, fundarstjóri, hafði sett fundinn tók Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, til máls. Fram kom í máli hans að allar aðgerðir félagsins nú miði að því að undirbúa félagið undir langan óvissutíma. Hann væri þó sannfærður um að félaginu myndi takast að sýna fram á góðan rekstur til framtíðar og ef fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair tækist gæti félagið tekið virkan þátt í viðspyrnunni í ferðaþjónustunni sem væri mikilvæg fyrir þjóðina. Hlutafjárútboðið haldið um mánaðamótin júní/júlí Bogi sagði að félagið vildi styrkja stöðu sína með hlutafjárútboðinu en stefnt er að því að útboðið fari fram dagana 29. júní til 2. júlí. Þær dagsetningar gætu þó breyst. Félagið mun halda fjárfestakynningu þegar nýju hlutirnir verða boðnir út en útboðsgengið liggur ekki fyrir. Bogi sagði að stjórn Icelandair myndi kynna það þegar nær dregur. Þá sagði Bogi að samningaviðræður við lánveitendur væru í ferli sem og viðræður við ríkisstjórnina en stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til þess að veita félaginu lánalínu eða ábyrgjast lán til þess ef fjárhagsleg endurskipulagning gengur eftir. Bogi sagði að markmiðið væri að ganga frá samningum við ríkisstjórn og lánveitendur fyrir 15. júní. Þá á Icelandair einnig í viðræðum við Boeing um bætur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX-vélanna. Skipti máli að hluthafar stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum Eftir að Bogi hafði lokið máli sínu og tillaga stjórnar var borin upp var opnað fyrir mælendaskrá áður en greidd voru atkvæði um tillögu stjórnarinnar. Enginn bað um orðið og var því gengið til atkvæða með handauppréttingu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Að lokinni atkvæðagreiðslunni tók Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, til máls. Hann þakkaði hluthöfum fyrir mætinguna og sagði þá hafa sýnt félaginu nauðsynlegan stuðning. Sagði Úlfar að það skipti máli að tillagan hefði verið samþykkt samhljóða á fundinum. Honum var síðan nokkuð heitt í hamsi þegar hann sagði það „gjörsamlega óþolandi“ að horfa upp á umræður í fjölmiðlum frá sérfræðingum sem teldu sig vita allt um hvernig eigi að reka flugfélag en vissu í raun takmarkað um það. Þá sagði Úlfar það skipta máli að hluthafarnir stæðu með starfsfólkinu en tækju ekki þátt í þvælu sem gengi í fjölmiðlum og um götur borgarinnar. Var fundi slitið að lokinni ræðu Úlfars. Fundurinn hafði þá staðið í um 40 mínútur. Fréttin var uppfærð klukkan 17:15.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent