Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2020 17:23 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira