Stefna að því að samkomulag við alla aðila sé í höfn 29. júní Andri Eysteinsson skrifar 15. júní 2020 17:23 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag. Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Viðræður Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda vegna mögulegrar lánalínu eða tryggingar láns til félagsins eru á áætlun. Kjarasamningar við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja hafa verið samþykktir og viðræður standa yfir við Boeing vegna MAX-vélanna. Tímalína félagsins hefur þó verið uppfærð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group um stöðu fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins. Endurskipulagningin stendur yfir með því markmiði að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar en eins og alþjóð veit fór Icelandair illa út úr faraldri kórónuveirunnar sem varð til þess að nær allt flug á heimsvísu lagðist af. Icelandair Group vinnur að málinu í samstarfi við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld auk fleiri aðila. Í tilkynningunni kemur fram að stjórnvöld hafi lýst yfir vilja til að taka þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að uppfylltum skilyrðum og er þar gerð krafa um að félagið nái markmiðum um öflun nýs hlutafjár. Þá lýsir félagið yfir áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að semja við Flugfreyjufélag Íslands en samningar við flugmenn og flugvirkja hafa verið samþykktir en óljóst er hvort frekari gangur verði á viðræðum við Flugfreyjufélagið. Viðræðum við Boeing vegna MAX vélanna miðar ágætlega en félagið segir í tilkynningu að leiðin sem kynnt hefur verið sé ákjósanlegasta leið félagsins til að tryggja hagsmuni til lengri tíma. Á hluthafafundi þann 22. maí sl. kynnti félagið tímalínu þar sem fram kemur að stefnt sé að því að samkomulag við alla hagaðila liggi fyrir í dag, þann 15. júní. Þessi tímalína hefur verið uppfærð og er nú gert ráð fyrir að samkomulag við aðila liggi fyrir þann 29. júní nk. Gert er ráð fyrir að hlutafjárútboð hefjist í kjölfarið. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var í kauphöll í dag.
Fréttir af flugi Kjaramál Boeing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira