Vali á bíl ársins seinkað fram á vor Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júní 2020 07:00 Jaguar I-Pace hlaut nafnbótina bíll ársins 2020. BÍBB/HAG Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja. Undanfarin ár hefur valið farið fram á haustmánuðum hvert ár. Áður en það varð venja var valið á vormánuðum og því er hverið að hverfa aftur til fortíðar með nýrri tímasetningu. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í maí hér eftir. „Framleiðendur kynna jafnan nýjar gerðir á haustmánuðum sem koma oft á markað í október og nóvember. Af því leiðir að fjölmargar nýjar gerðir hafa ekki komist inn í forval né lokaval á Bíl ársins á Íslandi. Með því að færa lokavalið til frambúðar til vors telur stjórn BÍBB að valið endurspegli betur það úrval nýrra bíla sem í boði eru á Íslandi hverju sinni,“ segir í frétt á vef BÍBB um málið. Þá segir enn frekar að þrátt fyrir breytinguna geti umboðsaðilar tilnefnt bíla sem nú þegar eru komnir til landsins og ljóst er að verði komnir fyrir mánaðamótin mars/apríl ár hvert. Bíll ársins Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent
Stjórn Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur í ljósi aðstæðna tekið þá ákvörðun að gera breytingar á tilhögun varðandi val á bíl ársins á Íslandi. Valið verður fært til vormánaða, eins og áður var venja. Undanfarin ár hefur valið farið fram á haustmánuðum hvert ár. Áður en það varð venja var valið á vormánuðum og því er hverið að hverfa aftur til fortíðar með nýrri tímasetningu. Tilkynnt verður um val á bíl ársins í maí hér eftir. „Framleiðendur kynna jafnan nýjar gerðir á haustmánuðum sem koma oft á markað í október og nóvember. Af því leiðir að fjölmargar nýjar gerðir hafa ekki komist inn í forval né lokaval á Bíl ársins á Íslandi. Með því að færa lokavalið til frambúðar til vors telur stjórn BÍBB að valið endurspegli betur það úrval nýrra bíla sem í boði eru á Íslandi hverju sinni,“ segir í frétt á vef BÍBB um málið. Þá segir enn frekar að þrátt fyrir breytinguna geti umboðsaðilar tilnefnt bíla sem nú þegar eru komnir til landsins og ljóst er að verði komnir fyrir mánaðamótin mars/apríl ár hvert.
Bíll ársins Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent