Erlent verkafólk í óboðlegu íbúðarhúsnæði Drífa Snædal skrifar 26. júní 2020 15:30 Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. Það hefur engum dulist sem þekkir þetta hús að það er varla mannabústaður og hafa borist um það fjölmargar ábendingar. Engu að síður eru 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu, mest fólk af erlendum uppruna. Að líkindum er þar á ferðinni erlent verkafólk sem hefur komið hingað til lands til að vinna og bæta sinn hag. Erlent verkafólk hefur átt stóran þátt í að skapa lífsgæðaaukninguna sem við höfum velflest notið góðs af, en íslenskt samfélag hefur ítrekað brugðist þessum hópi. Við höfum vitað það um langa hríð að erlent verkafólk býr oft við óviðunandi aðstæður. Í mörgum tilvikum er húsnæðið á vegum atvinnurekenda og því fer fjarri að allir atvinnurekendur standi undir slíkri ábyrgð. Glæpamenn hafa nýtt sér þessa stöðu, haft af fólki launin í gegnum óhóflega leigu eða annan frádrátt, komið fram við fólk eins og dýr í vinnu og látið fara eða sent aftur til síns heima ef það mótmælir eða slasast. Hættulegar aðstæður í vinnu og húsnæði hafa verið hlutskipti margra. Það er endalaus barátta að bæta hag vinnandi fólks og stundum að koma í veg fyrir lífshættulegar aðstæður. Það er algert lágmark að atvinnurekendur séu gerðir ábyrgir fyrir að stofna ekki lífi og heilsu fólks í hættu, að allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði njóti virðingar og viðunandi aðbúnaðar og að glæpamenn í atvinnulífinu fái aldrei frið til að misnota fólk. Í dag fer meira púður í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum sem nýta sér bága stöðu erlends verkafólks. Þetta þarf að breytast og það strax. ASÍ hefur ítrekað kallað eftir öflugra eftirliti og sterkari eftirlitsstofnunum. Á Íslandi á ekki að þurfa bruna og mannfall til að takast á við óboðlegt íbúðarhúsnæði. Við verðum að tryggja að ekkert þessu líkt hendi aftur. Til að svo megi verða þarf rannsóknin á brunanum, aðdraganda hans og ástæðum þess að fjöldi fólks var með skráð lögheimili í óíbúðarhæfu húsi að vera fumlaus og ítarleg. Það þarf líka að rannsaka margt annað því Bræðraborgarstígur 1 er fjarri því að vera eina húsnæði af þessari gerð. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag er sorgardagur, þrjár manneskjur létust í bruna á Bræðraborgarstíg þegar óíbúðarhæft húsnæði brann til grunna. Það hefur engum dulist sem þekkir þetta hús að það er varla mannabústaður og hafa borist um það fjölmargar ábendingar. Engu að síður eru 73 einstaklingar með skráð lögheimili í húsinu, mest fólk af erlendum uppruna. Að líkindum er þar á ferðinni erlent verkafólk sem hefur komið hingað til lands til að vinna og bæta sinn hag. Erlent verkafólk hefur átt stóran þátt í að skapa lífsgæðaaukninguna sem við höfum velflest notið góðs af, en íslenskt samfélag hefur ítrekað brugðist þessum hópi. Við höfum vitað það um langa hríð að erlent verkafólk býr oft við óviðunandi aðstæður. Í mörgum tilvikum er húsnæðið á vegum atvinnurekenda og því fer fjarri að allir atvinnurekendur standi undir slíkri ábyrgð. Glæpamenn hafa nýtt sér þessa stöðu, haft af fólki launin í gegnum óhóflega leigu eða annan frádrátt, komið fram við fólk eins og dýr í vinnu og látið fara eða sent aftur til síns heima ef það mótmælir eða slasast. Hættulegar aðstæður í vinnu og húsnæði hafa verið hlutskipti margra. Það er endalaus barátta að bæta hag vinnandi fólks og stundum að koma í veg fyrir lífshættulegar aðstæður. Það er algert lágmark að atvinnurekendur séu gerðir ábyrgir fyrir að stofna ekki lífi og heilsu fólks í hættu, að allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði njóti virðingar og viðunandi aðbúnaðar og að glæpamenn í atvinnulífinu fái aldrei frið til að misnota fólk. Í dag fer meira púður í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum sem nýta sér bága stöðu erlends verkafólks. Þetta þarf að breytast og það strax. ASÍ hefur ítrekað kallað eftir öflugra eftirliti og sterkari eftirlitsstofnunum. Á Íslandi á ekki að þurfa bruna og mannfall til að takast á við óboðlegt íbúðarhúsnæði. Við verðum að tryggja að ekkert þessu líkt hendi aftur. Til að svo megi verða þarf rannsóknin á brunanum, aðdraganda hans og ástæðum þess að fjöldi fólks var með skráð lögheimili í óíbúðarhæfu húsi að vera fumlaus og ítarleg. Það þarf líka að rannsaka margt annað því Bræðraborgarstígur 1 er fjarri því að vera eina húsnæði af þessari gerð. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun