Auðmýktin og siðferðisþrekið í öndvegi Kristín S. Bjarnadóttir skrifar 26. júní 2020 12:30 Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands afar þakklát fyrir að gefa kost á sér áfram. Hann bar með sér ferskan blæ og setti strax sinn svip á embættið fyrir fjórum árum. Guðni þekkir forsetaembættið, valdsvið þess og ábyrgð í þaula og ber djúpa virðingu fyrir því. Hann hefur sterkt siðferðisþrek og ber sér ekki yfirlýsingaglaður á brjóst, heldur fetar af öryggi og festu vandrataðan veg auðmýktar. Hann er góðum gáfum gæddur og ber jafna virðingu fyrir því stóra sem smáa, setur sig ekki á stall, nema síður sé. Börnin eiga í honum sterka fyrirmynd og málsvara, enda sýnir hann þeim einlægan áhuga hvar sem hann kemur. Guðni er maður fólksins og endurspeglast það ríkulega í virkni hans og frumkvæði varðandi hvers konar mannréttinda- og líknarmál. Hann hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að mannúð og líkn og hefur verið brautryðjandi í mögnuðum góðverkum. Í því er hann sem forseti dýrmætur leiðtogi og fyrirmynd og á þar góðan stuðning og samverkakonu í eiginkonu sinni henni Elizu, sem einnig hefur heillað þjóðina með framgöngu sinni. Saman standa þau yfirveguð sem eitt, í góðvild sinni, gleði og styrk, ávallt reiðubúin að leggja málefnum lið í anda eflingar og sameiningar. Á allt þetta og svo miklu meira var ég minnt við heimsókn þeirra hjóna hingað til Akureyrar á dögunum. Nú veit ég að mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála mér um hve mikils virði það er að hafa slíkt gull af manni sem hann Guðna sem forseta. Mér er því mikið í mun að við virðum kosningaréttinn okkar dýrmæta og skundum öll sem eitt á kjörstað. Finnum okkur stund í að kjósa, drífum aðra með okkur, bjóðum fólki far. Stöndum saman og sýnum Guðna og góðum gildum hans þannig raunverulegan stuðning í verki með því að veita honum þá góðu kosningu sem hann á svo innilega skilið. Tryggjum með því gildi heiðarleika, bjartsýni, visku og velvildar áfram á Bessastöðum, til farsældar fyrir okkur öll. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar