Skoðun

Heiðarlegur forseti

Bubbi Morthens skrifar

Í seinustu forsetakosningum kaus ég annan frambjóðanda en Guðna. Í þessum kosningum sem nú fara í hönd mun ég kjósa Guðna. Hann hefur allt sem prýða má forseta lýðveldisins. Hann er alþýðlegur, hann talar við fólk í augnhæð, hann hefur vaxið í starfi sínu sem forseti og áunnið sér virðingu fólksins í landinu. Hann er ærlegur og vinnur starf sitt af virðingu og alúð; ekkert er of lítið eða of ómerkilegt fyrir forsetann. Hann hefur sýnt að hann er hófsamur og fer vel með vald sitt. Eitt þykir okkur hjónum sérstaklega til marks um ágæti hans: hann lætur launahækkunina sem hann fékk sem opinber starfsmaður renna til góðgerðarmála. Þar gengur hann sjálfur á undan með góðu fordæmi og er fyrirmynd annarra. Það er auðvitað ekki hægt að tala um Guðna öðruvísi en að nefna hversu vel giftur hann er. Það stendur sjálfstæð kona við hlið hans, kona sem hefur stækkað hann í starfi sínu.

Ég kýs Guðna og hvet aðra landsmenn til hins sama.

Bubbi Morthens



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×