Golf

Fyrsta risamót ársins verður haldið í ágúst

Ísak Hallmundarson skrifar
Rory McIlroy hefur unnið PGA-mótið tvisvar, 2012 og 2014.
Rory McIlroy hefur unnið PGA-mótið tvisvar, 2012 og 2014. getty/Streeter Lecka

Fyrsta risamót ársins í golfi verður haldið í ágúst, þegar PGA-mótið verður haldið án áhorfenda á Harding Park í San Francisco.

Ákvörðunin var tekinn nú á mánudag. Ákveðið var að halda mótið frá 6.-9. ágúst en mótið átti upprunalega að fara fram 14.-17. maí en var auðvitað frestað vegna Kórónuveirufaraldursins.

Mótið átti upprunalega að vera leikið að viðstöddum 40.000 áhorfendum á Harding Park, sem hefur aldrei hýst stórmót áður, en þetta er völlurinn þar sem Rory McIlroy vann WGC-Match Play mótið 2015 og Tiger Woods vann WGC-American Express mótið árið 2005 eftir bráðabana við John Daly. Reiknað er með að þeir taki báðir þátt á PGA-mótinu en Tiger er eins og stendur að jafna sig á meiðslum. 

Risamót eru þau mót sem allir bestu kylfingar heims leggja áherslu á að taka þátt í og vinna. Á eftir PGA-mótinu verður Opna bandaríska mótið haldið 17.-20. september og Masters mótið fer að öllum líkindum fram 12.-15. nóvember. Opna breska mótinu í ár var hinsvegar aflýst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.