„Allir vinna“ nái til viðgerða á öllum skráningarskyldum ökutækjum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júní 2020 07:00 Hobby Excellent árgerð 2020. Vinna vegna viðgerða á slíku skráningarskyldu ökutæki voru ekki með í endurgreiðsluheimildum sem komið var á í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða virðisaukaskatt vegna viðgerða á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, var m.a. sú tímabundna breyting gerð að virðisaukaskattur vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bílamálun og bílaréttingar fólksbifreiða yrði að öllu leyti endurgreiddur. Eins og er gilda undanþágur um endurgreiðslu virðisaukaskatts ekki um önnur ökutæki en bíla. Þessu vill Samiðn breyta. Samiðn, Samband iðnfélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Samkvæmt henni hefur Samiðn bent fjármála- og efnahagsráðuneytinu á mikilvægi þess að endurgreiðsla vegna þessarar vinnu verði útvíkkuð með þeim hætti að slíkar endurgreiðslu taki til viðgerða, málningar eða réttinga á öllum skráningarskyldum ökutækjum, sbr. umferðarlög nr. 77/2019 og reglugerð nr. 751/2003, um skráningu ökutækja, með síðari breytingum. Samiðn bendir á að ekki yrði séð að nein rök séu fyrir því að undanskilja önnur skráningarskyld ökutæki frá umræddri endurgreiðslu á virðisaukaskatti svo sem bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagn eða dráttarvél. Samiðn telur afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. „Það er mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutækja í þessu sambandi," segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Skattar og tollar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða virðisaukaskatt vegna viðgerða á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, var m.a. sú tímabundna breyting gerð að virðisaukaskattur vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bílamálun og bílaréttingar fólksbifreiða yrði að öllu leyti endurgreiddur. Eins og er gilda undanþágur um endurgreiðslu virðisaukaskatts ekki um önnur ökutæki en bíla. Þessu vill Samiðn breyta. Samiðn, Samband iðnfélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Samkvæmt henni hefur Samiðn bent fjármála- og efnahagsráðuneytinu á mikilvægi þess að endurgreiðsla vegna þessarar vinnu verði útvíkkuð með þeim hætti að slíkar endurgreiðslu taki til viðgerða, málningar eða réttinga á öllum skráningarskyldum ökutækjum, sbr. umferðarlög nr. 77/2019 og reglugerð nr. 751/2003, um skráningu ökutækja, með síðari breytingum. Samiðn bendir á að ekki yrði séð að nein rök séu fyrir því að undanskilja önnur skráningarskyld ökutæki frá umræddri endurgreiðslu á virðisaukaskatti svo sem bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagn eða dráttarvél. Samiðn telur afar brýnt að umræddar breytingar verði gerðar hið fyrsta. „Það er mikilvægt að umrædd endurgreiðsla verði víkkuð út með þeim hætti að hún taki til allra skráningarskyldra ökutækja enda eru engin rök fyrir að undanskilja bifhjól, hjólhýsi, tjaldvagna eða önnur skráningarskyld ökutækja í þessu sambandi," segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.
Skattar og tollar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent