Viðskipti innlent

Um þúsund hafa nýtt sér ferða­gjöfina

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ásbyrgi.
Frá Ásbyrgi. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 980 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir helgi.

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, segir að í heildina hafi 19.980 manns nú sótt sér ferðagjöfina og 512 fyrirtæki skráð sig til leiks.

Allir einstaklingar sem eru með lögheimili á Íslandi og fæddir 2002 eða fyrr fá ferðagjöfina að andvirði fimm þúsund krónur.

„Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið,“ segir í tilkynningunni, en hægt er að nýta gjöfina til næstu áramóta.

Á vef Ferðamálastofu má sjá hvaða fyrirtæki sem taka á móti Ferðagjöfina, meðal annars hótel, gistiheimili, bílaleigur, afþreyingarfyrirtæki og veitingastaðir.


Tengdar fréttir

Loks hægt að nálgast Ferða­­gjöfina

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×