Krabbamein móður einnar þeirrar bestu í heimi réði því hvar hún spilar í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 10:30 Nora Mörk í leik með norska landsliðinu í handbolta en liðið hans Þóris Hergeirssonar hefur saknað hennar mikið í meiðslunum. Getty/Lukasz Laskowski/ Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni. Handbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Nora Mörk, ein allra besta hægri skyttan í handbolta kvenna undanfarin ár, hefur tekið ákvörðun um að spila með norska liðinu Vipers frá Kristiansand á komandi tímabili. Nora tilkynnti það fyrir fjórum dögum að hún væri hætt hjá rúmenska félaginu CSM frá Búkarest og í gær varð það síðan ljóst hvar hún ætlar að vera í betur. Nora Mörk er 29 ára gömul og ætlaði sér að spila lengur erlendis. Hún hafði verið í Ungverjalandi og Rúmeníu frá árinu 2016 en hafði jafnframt verið mjög óheppin með meiðsli síðustu ár. „Það var ekki planið að koma heim núna en fyrir þremur vikum þá greindist móðir mín með brjóstakrabbamein. Þá breyttist allt,“ sagði Nora Mörk við Nettavisen. Nora Mørk klar for Vipers: https://t.co/8NsTayCvD9— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 22, 2020 „Þeir sem þekkja mig vita að fjölskyldan mín skiptir mig öllu. Móðir mín er mér svo kær. Það tók mig því ekki langan tíma að ákveða það að ég vildi komast heim og þá ekki síst fyrir mig sjálfa,“ sagði Nora Mörk „Til að geta haldið áfram að spila íþróttina mína þá verð ég að vera í kringum leikmenn, þjálfara og félag sem er með sama metnað og ég. Vipers hefur allt slíkt og því var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Nora Mörk. Nora Mörk missti af öllu fyrsta tímabili sínu með CSM Búkarest vegna hnémeiðsla en átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hún hafði áður unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum með ungverska liðinu Györ. Það hjálpaði örugglega ákvörðun hennar að hún hitti fyrir sinn gamla þjálfara Ole Gustav Gjekstad hjá Vipers. Hún spilaði í sjö ár undir hans stjórn hjá Larvik. Nora Mörk hefur skorað 566 mörk í 117 landsleikjum fyrir Noreg. Hún hefur unnið fjögur gull á stórmótum með liðinu og hefur fjórum sinnum verið kosin í lið mótsins. Þá var hún valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar þrjú ár í röð frá 2015 til 2017. Nora hefur líka náð því að vera markahæst á HM (2017), á EM (2016) og á Ólympíuleikum (2016). Nora Mörk styrkir því Kristiansand liðið mjög mikið og Vipers er því til alls líklegt á komandi tímabili. Húm sjálf ætlar sér líka að komast í toppform fyrir Evrópumótið í desember en það fer einmitt fram í Noregi að þessu sinni.
Handbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira