Viðskipti innlent

Disney+ kemur til Íslands í september

Atli Ísleifsson skrifar
Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn.
Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn. Getty

Disney+, streymisveita Disney, mun hefja innreið síða á íslenskan markað í september næstkomandi.

Frá þessi greinir Disney í yfirlýsingu, en streymisveitan verður opin Íslendingum frá og með 15. september. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma.

Disney+ hóf göngu sína í Norður-Ameríku þann 12. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningunni er einnig gefið upp verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88 Bandaríkjadalir á mánuði á Íslandi, eða 78,88 dalir fyrir ársáskrift. Það samsvarar um 1.100 krónum á mánuði eða um 11 þúsund krónum fyrir ársáskrift á núverandi gengi.

Disney+ opnaði í Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Austurríki, Írlandi og Sviss í mars síðastliðnum og í Frakklandi í apríl.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×