Hvers virði eru hjúkrunarfræðingar þér? 20. júní 2020 12:30 Ég er fædd á kvennaárinu 1975 og tel ég mögulegt að það hafi haft veruleg áhrif á þroskun taugabrauta minna. Ég fékk líka skýr skilaboð frá foreldrum og forráðamönnum um að ég gæti tekið mér hvað sem fyrir hendur í lífinu og myndi ná árangri eins lengi og ég legði mig fram í verkið. Aðalatriðið væri að ég væri að gera það sem væri „minn lífselexír“ eins og amma mín orðaði það eitt sinn. Þegar ég var spurð sem lítil stúlka hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór þá svaraði ég um hæl: afgreiðslukona í fiskbúð. Fyrir mér, stúlkubarninu, hlaut það að vera besta starfið í öllum heiminum því konan sem afgreiddi í fiskbúðinni í hverfinu mínu var sú glaðasta manneskja sem ég hafði hitt, afgreiddi með bros á vör og lagði sig fram um að sinna hverjum viðskiptavini af natni og umhyggju. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég skipti um skoðun og valdi hjúkrun sem mitt ævistarf en ég veit að það voru sömu forsendur fyrir því að velja það ævistarf. Sem hjúkrunarfræðingur hefði ég óendanlega mörg tækifæri til að hjálpa fólki, mæta grunnþörfum þeirra, vera manneskja með annarri manneskju og sinna af natni og umhyggju, svo færi fólkið aftur út í lífið sitt og hefði á einhvern hátt grætt á viðkynnunum. Ekki hafði ég grænan grun um að þarna væri ég að velja jaðarsetta fagstétt sem þyrfti að berjast fyrir réttindum sínum áratugum saman. Og þá að uppljómuninni. Á fundinum í gær tóku margir til máls og orðræðu þeirra þekki vel. Ástæða þess að ég þekki hana vel er sú að þetta er sambærileg orðræða og fólk með virkan vímuefnavanda og er mjög jarðarsett þess vegna notar til að lýsa sinni upplifun af samfélaginu sem heldur þeim kyrfilega jaðarsettu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem tóku til máls lýstu upplifun sinni af virðingarleysi, skömm, smánun, þöggun og því að ekki væri hlustað á þá. Þeir lýstu skilningsleysi annarra á því hvað hjúkrunarfræðingar gera í raun í vinnunni og að einhverju leyti uppgjöf tengt þessari löngu baráttu. Bráðamóttakan FossvogiVísir/Vilhelm Í mínu lífi sem hjúkrunarfræðingur hef ég upplifað allt þetta. Mér er minnisstætt t.d. þegar ég var á vakt á Sjúkrahúsinu á Húsavík (reyndar sem hjúkrunarnemi á 3 ári) þegar ein kona lést (ekki óvænt) á næturvakt. Ég var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt og með mér var sumarstúlka sem hefur verið um tvítugt og var dauðhrædd í þessum aðstæðum (ég geri mér greini fyrir kaldhæðni í orðavali hér). Ég þurfi ekki bara að sinna öllum frágangi og umönnun konunnar eftir andlát heldur geðhjúkra stúlkugreyinu það sem eftir var vaktarinnar. Um morguninn komu aðstandendur til konunnar og ég tók á móti þeim, undirbjó kveðjustund þeirra með henni og fór svo fram og beið þar ásamt lækninum svo við gætum haft stuttan fjölskyldufund. Á þeim fundi þökkuðu þau lækninum kærlega fyrir alla umönnunina á þessum síðust metrum í lífi konunnar (það skal tekið fram að hann var 5.árs læknanemi á þessum tíma) en ég minnist þess ekki að þau hafi þakkað sérstaklega fyrir framlag hjúkrunar en blessuð konan hafði verið í hjúkrunardeild fyrir aldraða í nokkur ár. Ég er þess fullviss um að fólkið meinti þetta ekki illa, eða vildi á neitt hátt sýna lítilsvirðingu. Ég skrifa þetta frekar á jaðarsetningu hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar eru oft svona eins og Konan sem kyndir ofninn: „hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð“. Og eins og oft er með jarðarsetta, þá taka þeir sé sjaldan stöðu og hafa sjaldan rödd. Þöggun hef ég upplifað líka. Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Vogi kom eitt sinn til mín einn af yfirmönnum þar sem ég stóð frammi á gangi í sameiginlegu rými og var að afhenda morgunlyf til fólks sem stóð í röð við lyfjavagninn. Hann spurði mig út í ákvörðun sem ég hafði tekið deginum áður en þá var ég eini hjúkrunarfræðingurinn að störfum í húsinu og þurfti að forgangsraða viðfangsefnum þeirra fjögurra starfsmanna sem voru með mér á vakt. Ég útskýrði hvers vegna ég hefði tekið þessa ákvörðun og hann svaraði: „þú skalt átta þig á því að þú ræður engu hér og hefur ekki leyfi til að breyta verklagi á vakt.“ Eitt dæmi sem ég á um skömm er þegar sonur minn fann sig knúinn til að segja vinum sínum að ég væri læknir en ekki hjúkrunarfræðingur. Þegar við ræddum af hverju það hafði gerst þá kom upp úr dúrnum að barnið upplifði sterkt skilaboð samfélagsins um að það væri á einhvern hátt betra að vera læknisfræðimenntaður en hjúkrunarfræðimenntaður. Ég get ekki varist því að sjá hliðstæðuna í því þegar barn segir að móðir sín sé í ferðalagi erlendis þegar hún er raunverulega í meðferð við vímuefnavanda. Ég veit að sonur minn meinti ekkert illt með þessu og mun sennilega aldrei aftur segja þetta þar sem við ræddum í kjölfarið að frá því að hann var þriggja ára og greindist með bólgusjúkdóm í meltingarvegi eru það hjúkrunarfræðingar sem hafa borið hitann og þungann af þeirri þjónustu sem hann hefur fengið á Barnaspítalanum. Bráðamóttakan FossvogiVísir/Vilhelm Smánun upplifði ég svo í Bandaríkjunum þar sem ég var í meistara og doktorsnámi í hjúkrun. Þar var ég endurtekið spurð að því af hverju ég hefði ekki frekar farið í læknisfræði úr því ég væri að verja öllum þessum tíma í að læra. Hefði þá ekki verið betra að fara í læknisfræði og fá almennileg laun? Að á mig sé ekki hlustað er það sem ég held að samninganefnd FÍH sé búin að upplifa í þessum löngu og ströngu samningaviðræðum. Rök þeirra um af hverju hjúkrunarfræðinga vilja frá launaleiðréttingu umfram Lífskjarasamning fá ekki hlustun. Í því samhengi get ég ekki annað en velt fyrir mér því sem gjarnan er sagt um hjúkrunarfræðinga, að þeir séu hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni. Myndlíkingin er sláandi þykir mér, allir vita að bestu bitarnir eru ekki hryggjarbitarnir heldur bógur, eða lund eða læri eða bara einhver annar hluti af skepnunni. Fyrir þá parta erum við tilbúin til að borga uppsett verð en öðru máli gegnir um hrygg. Það eru bara örfáir sérvitringar sem velja hrygg umfram aðra parta, a.m.k. hvað lambakjöt varðar. Þrátt fyrir allt þetta hef ég aldrei séð eftir því að hafa valið hjúkrun sem ævistarf. Ég er stolt af því að geta lagt mitt af mörkum til að efla heilsu landans, að nýta þekkingu mína og færni öðrum til handa. Spurningin sem ég hlýt þó á endanum að spyrja mig er: „hvers virði er það fyrir þig og fyrir mig?“ Ég vona innilega að fólk í samfélaginu opni augun og sjái að hjúkrunarfræðingar eru mikilvægir alltaf, ekki bara þegar heimsfaraldur steðjar að og ákveði að árið 2020 verði árið þar sem hjúkrunarfræðingar færast af jaðrinum og inn að miðju með þeirri aðgerð að bjóða þeim grunnlaun og samning sem hægt er að lifa af (án þess að þurfa að giftast til fjár). Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd á kvennaárinu 1975 og tel ég mögulegt að það hafi haft veruleg áhrif á þroskun taugabrauta minna. Ég fékk líka skýr skilaboð frá foreldrum og forráðamönnum um að ég gæti tekið mér hvað sem fyrir hendur í lífinu og myndi ná árangri eins lengi og ég legði mig fram í verkið. Aðalatriðið væri að ég væri að gera það sem væri „minn lífselexír“ eins og amma mín orðaði það eitt sinn. Þegar ég var spurð sem lítil stúlka hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór þá svaraði ég um hæl: afgreiðslukona í fiskbúð. Fyrir mér, stúlkubarninu, hlaut það að vera besta starfið í öllum heiminum því konan sem afgreiddi í fiskbúðinni í hverfinu mínu var sú glaðasta manneskja sem ég hafði hitt, afgreiddi með bros á vör og lagði sig fram um að sinna hverjum viðskiptavini af natni og umhyggju. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég skipti um skoðun og valdi hjúkrun sem mitt ævistarf en ég veit að það voru sömu forsendur fyrir því að velja það ævistarf. Sem hjúkrunarfræðingur hefði ég óendanlega mörg tækifæri til að hjálpa fólki, mæta grunnþörfum þeirra, vera manneskja með annarri manneskju og sinna af natni og umhyggju, svo færi fólkið aftur út í lífið sitt og hefði á einhvern hátt grætt á viðkynnunum. Ekki hafði ég grænan grun um að þarna væri ég að velja jaðarsetta fagstétt sem þyrfti að berjast fyrir réttindum sínum áratugum saman. Og þá að uppljómuninni. Á fundinum í gær tóku margir til máls og orðræðu þeirra þekki vel. Ástæða þess að ég þekki hana vel er sú að þetta er sambærileg orðræða og fólk með virkan vímuefnavanda og er mjög jarðarsett þess vegna notar til að lýsa sinni upplifun af samfélaginu sem heldur þeim kyrfilega jaðarsettu. Þeir hjúkrunarfræðingar sem tóku til máls lýstu upplifun sinni af virðingarleysi, skömm, smánun, þöggun og því að ekki væri hlustað á þá. Þeir lýstu skilningsleysi annarra á því hvað hjúkrunarfræðingar gera í raun í vinnunni og að einhverju leyti uppgjöf tengt þessari löngu baráttu. Bráðamóttakan FossvogiVísir/Vilhelm Í mínu lífi sem hjúkrunarfræðingur hef ég upplifað allt þetta. Mér er minnisstætt t.d. þegar ég var á vakt á Sjúkrahúsinu á Húsavík (reyndar sem hjúkrunarnemi á 3 ári) þegar ein kona lést (ekki óvænt) á næturvakt. Ég var eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt og með mér var sumarstúlka sem hefur verið um tvítugt og var dauðhrædd í þessum aðstæðum (ég geri mér greini fyrir kaldhæðni í orðavali hér). Ég þurfi ekki bara að sinna öllum frágangi og umönnun konunnar eftir andlát heldur geðhjúkra stúlkugreyinu það sem eftir var vaktarinnar. Um morguninn komu aðstandendur til konunnar og ég tók á móti þeim, undirbjó kveðjustund þeirra með henni og fór svo fram og beið þar ásamt lækninum svo við gætum haft stuttan fjölskyldufund. Á þeim fundi þökkuðu þau lækninum kærlega fyrir alla umönnunina á þessum síðust metrum í lífi konunnar (það skal tekið fram að hann var 5.árs læknanemi á þessum tíma) en ég minnist þess ekki að þau hafi þakkað sérstaklega fyrir framlag hjúkrunar en blessuð konan hafði verið í hjúkrunardeild fyrir aldraða í nokkur ár. Ég er þess fullviss um að fólkið meinti þetta ekki illa, eða vildi á neitt hátt sýna lítilsvirðingu. Ég skrifa þetta frekar á jaðarsetningu hjúkrunar. Hjúkrunarfræðingar eru oft svona eins og Konan sem kyndir ofninn: „hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð“. Og eins og oft er með jarðarsetta, þá taka þeir sé sjaldan stöðu og hafa sjaldan rödd. Þöggun hef ég upplifað líka. Í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Vogi kom eitt sinn til mín einn af yfirmönnum þar sem ég stóð frammi á gangi í sameiginlegu rými og var að afhenda morgunlyf til fólks sem stóð í röð við lyfjavagninn. Hann spurði mig út í ákvörðun sem ég hafði tekið deginum áður en þá var ég eini hjúkrunarfræðingurinn að störfum í húsinu og þurfti að forgangsraða viðfangsefnum þeirra fjögurra starfsmanna sem voru með mér á vakt. Ég útskýrði hvers vegna ég hefði tekið þessa ákvörðun og hann svaraði: „þú skalt átta þig á því að þú ræður engu hér og hefur ekki leyfi til að breyta verklagi á vakt.“ Eitt dæmi sem ég á um skömm er þegar sonur minn fann sig knúinn til að segja vinum sínum að ég væri læknir en ekki hjúkrunarfræðingur. Þegar við ræddum af hverju það hafði gerst þá kom upp úr dúrnum að barnið upplifði sterkt skilaboð samfélagsins um að það væri á einhvern hátt betra að vera læknisfræðimenntaður en hjúkrunarfræðimenntaður. Ég get ekki varist því að sjá hliðstæðuna í því þegar barn segir að móðir sín sé í ferðalagi erlendis þegar hún er raunverulega í meðferð við vímuefnavanda. Ég veit að sonur minn meinti ekkert illt með þessu og mun sennilega aldrei aftur segja þetta þar sem við ræddum í kjölfarið að frá því að hann var þriggja ára og greindist með bólgusjúkdóm í meltingarvegi eru það hjúkrunarfræðingar sem hafa borið hitann og þungann af þeirri þjónustu sem hann hefur fengið á Barnaspítalanum. Bráðamóttakan FossvogiVísir/Vilhelm Smánun upplifði ég svo í Bandaríkjunum þar sem ég var í meistara og doktorsnámi í hjúkrun. Þar var ég endurtekið spurð að því af hverju ég hefði ekki frekar farið í læknisfræði úr því ég væri að verja öllum þessum tíma í að læra. Hefði þá ekki verið betra að fara í læknisfræði og fá almennileg laun? Að á mig sé ekki hlustað er það sem ég held að samninganefnd FÍH sé búin að upplifa í þessum löngu og ströngu samningaviðræðum. Rök þeirra um af hverju hjúkrunarfræðinga vilja frá launaleiðréttingu umfram Lífskjarasamning fá ekki hlustun. Í því samhengi get ég ekki annað en velt fyrir mér því sem gjarnan er sagt um hjúkrunarfræðinga, að þeir séu hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni. Myndlíkingin er sláandi þykir mér, allir vita að bestu bitarnir eru ekki hryggjarbitarnir heldur bógur, eða lund eða læri eða bara einhver annar hluti af skepnunni. Fyrir þá parta erum við tilbúin til að borga uppsett verð en öðru máli gegnir um hrygg. Það eru bara örfáir sérvitringar sem velja hrygg umfram aðra parta, a.m.k. hvað lambakjöt varðar. Þrátt fyrir allt þetta hef ég aldrei séð eftir því að hafa valið hjúkrun sem ævistarf. Ég er stolt af því að geta lagt mitt af mörkum til að efla heilsu landans, að nýta þekkingu mína og færni öðrum til handa. Spurningin sem ég hlýt þó á endanum að spyrja mig er: „hvers virði er það fyrir þig og fyrir mig?“ Ég vona innilega að fólk í samfélaginu opni augun og sjái að hjúkrunarfræðingar eru mikilvægir alltaf, ekki bara þegar heimsfaraldur steðjar að og ákveði að árið 2020 verði árið þar sem hjúkrunarfræðingar færast af jaðrinum og inn að miðju með þeirri aðgerð að bjóða þeim grunnlaun og samning sem hægt er að lifa af (án þess að þurfa að giftast til fjár). Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar