Leggur skóna tímabundið á hilluna til að berjast fyrir réttlæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 17:00 Montgomery mun ekki fara á vítalínuna á næstunni þar sem hún hefur lagt skóna tímabundið á hilluna. Rich von Biberstein/Getty Images Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira
Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins.
Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sjá meira