Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2020 11:00 Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun