Hefðu líklega ekki getað selt íslenska laxinn vegna hræðslu Kínverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 07:24 Pekingbúar sem farið höfðu á Xinfadi-markaðinn dagana áður bíða eftir að komast í sýnatöku í byrjun vikunnar. Vísir/getty Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira
Mikil hræðsla við lax hefur gripið um sig meðal Kínverja eftir að kórónuveirusýking kom upp í Peking. Hætt var við að flytja sendingu af ferskum, íslenskum eldislaxi til Kína síðasta sunnudag vegna þessarar nýju bylgju faraldursins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ríkismiðlar í Kína greindu frá því að veiran hafi fundist á skurðarbrettum, á hverjum innfluttur lax hafði verið verkaður, á Xinfadi-markaðnum í Peking. Í kjölfarið greip um sig mikil hræðsla við innfluttan lax meðal Kínverja. Veitingastaðir og stórmarkaðir í Peking hættu margir að selja lax og innflutningur á honum frá Evrópu var stöðvaður. Öll tilfellin rakin til markaðarins Ekki virðist þó neinn fótur fyrir því að veiran hafi borist í gegnum laxinn sjálfan, að sögn kínverskra vísindamanna. Af fjölmörgum sýnum sem tekin voru á markaðnum reyndust fjörutíu jákvæð, og sum þeirra voru ekki tekin af laxaskurðbrettum. Veiran er þannig talin hafa náð fótfestu á markaðnum sjálfum en ekki borist á hann með laxi. Í gær var svo tilkynnt að 22 ára karlmaður, sem vitað er að hreinsaði frosið sjávarfang, hafi greinst með veiruna í borginni Tianjin í grennd við Peking. 150 tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Peking í þessum nýja faraldri og hafa þau öll verið rakin til Xinfadi-markaðarins. Morgunblaðið greinir frá því í dag að sending af ferskum íslenskum eldislaxi, sem flytja átti til Kína á sunnudag ásamt frystum humri og þorski, hafi verið dregin til baka á síðustu stundu vegna hins nýja faraldurs. Þá hefði laxinn að öllum líkindum ekki komist inn í landið og verið eytt vegna áðurnefndrar hræðslu Kínverja við laxinn sem mögulegan smitbera veirunnar. Flutningsmiðlunin DB Schenker hefur að undanförnu flutt lax og aðrar sjávarafurðir með beinu flugi til Kína, í tengslum við flutning á vörum fyrir heilbrigðiskerfin í Evrópu og Bandaríkjunum. Farþegaþotur frá Icelandair voru notaðar við flutningana. Útflutningur á laxi og öðrum sjávarafurðum til Kína frá Íslandi hefur síðustu mánuði verið í höndum flutningsmiðlunarinnar DB Schenker. Flogið hefur verið með vörurnar í farþegavélum Icelandair í beinu flugi. Haft er eftir Valdimari Óskarssyni framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu að svo vildi til að hlé hafi verið gert á slátrun á Bíldudal og Djúpavogi, stærstu laxasláturhúsum landsins. Ástandið í Kína hafi þannig ekki haft áhrif á útflutning íslensku eldisfyrirtækjanna eins og er. Þá greinir Morgunblaðið frá því að annar markaður hafi fundist fyrir umrædda sjávarfangssendingu til Kína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23 Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira
Aflýsa flugferðum eftir að veiran breiddist út á ný Nokkur hundruð flugferðum til og frá borginni Peking í Kína hefur verið aflýst eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um borgina á ný. 17. júní 2020 18:23
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54