Gandri með prinsipin á flandri Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. júní 2020 07:30 Tvisvar sinnum síðastliðinn áratug hafa þingmenn Samfylkingar talið aðstoðarmenn pólitískra andstæðinga sinna ekki til þess bæra að stjórna ríkisstofnun vegna tengsla við flokka sem eru pólitískir andstæðingar Samfylkingar. Fyrra skiptið er þegar Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur og Finns Ingólfssonar var að loknu auglýsinga og ráðningarferli metin hæfastur umsækjenda til þess að verða Forstjóri Bankasýslu ríkisins, risu þingmenn Samfylkingarnar upp á afturlappirnar og kröfðust þess að ráðherra myndi með einhverjum ráðum afturkalla ráðningu Páls. Páll sá það hins vegar fljótt að vegna pólitískrar óvildar þáverandi stjórnarþingmanna í sinn garð, að honum yrði varla vært í starfi og fengi engan starfsfrið. Það varð því svo að hann afþakkaði starfið sem að hann hafi þó verið ráðinn í faglegu ráðningarferli. Á þeim tíma var Guðmundur Andri Thorsson afar grandvar rithöfundur sem mátti engin samfélagsleg mein sjá, mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Ef ég man rétt þá var Guðmundur Andri vikulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og gerði skoðunum sínum og áhyggjum af því miður fór í þjóðfélaginu svo góð skil í þessum pistlum sínum, að eftir var tekið. Ég man þó til ekki þess að Guðmundur Andri hafi fyllst hneykslan eða vandlætingu á þessari pólitísku aðför þessara þingmanna á hendur Páli. Án þess að fullyrða, má þó kannski leiða að því líkum að þar hafi skipt einhverju máli að það voru flokkssystkyni Guðmundar Andra sem hvað harðast gengu fram í aðförinni að Páli. Seinna skiptið er svo töluvert nýlegra og þá er Guðmundur Andri orðinn virðulegur og grandvar þingmaður Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi. Þá hafði staða útvarpsstjóra nýlega losnaði og var auglýst eftir umsóknum stöðuna. Svanhildur Hólm Valsdóttir einn umsækjenda um stöðuna. Það er auðvitað flestum kunnugt að Svanhildur er og hefur verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til margra ára. Fyrst aðstoðarmaður hans sem formanns stjórnarandstöðuflokks og síðar sem ráðherra. En áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna, þá átti hún að baki farsælan feril í sjónvarpi og hafði þar að auki aflað sér menntunnar sem hefði getað komið að gangi í starfi útvarpsstjóra og svo bjó hún auðvitað að reynslu af því að starfa í fjölmiðlum og ætti því að þekkja fjölmiðlaumhverfið betur en margir aðrir. En nei... Ekki þótti Guðmundi Andra hinum virðulega og grandvara þingmanni Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi það ganga upp að manneskja sem verið hafi aðstoðarmaður ráðherra sem er pólitískur andstæðingur Guðmundar Andra og félaga hans í Samfylkingunni yrði hleypt í það að verða útvarpsstjóri. Nei það bara gengi ekki. Svanhildur væri of tengd Sjálfstæðisflokknum og einhverri elítu innan hans, sem reyndar engir aðrir en andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þekkja til. Skítt með reynslu og menntun. Konan er tengd Sjálfstæðisflokknum og því megi hún aldrei verða yfirmaður ríkisfjölmiðils. Bara alls ekki! Flest þekkjum við framgöngu Guðmundar Andra hins virðulega og grandvara þingmanns Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi og annarra samfylkingarmanna í svokölluð ritstjóramáli. Þar sem Guðmundur Andri hinn virðulegi og grandvari þingmaður Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi talaði máli Þorvaldar Gylfasonar eins og hann væri lögmaður hans í dómsal en ekki sem virðulegu og grandvar nefndarmaður í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins. Þar átti auðvitað ekki við að að mati Guðmundar Andra og félaga pólitísk þátttaka þeirra manns ætti að hafa nokkur áhrif á hvort hann hafi átt að fá ritstjorastarfið eða ekki. Enda væri það akademískt og laust við alla pólitík. Það er auðvitað svo að bæði starf útvarpsstjóra og starf forstjóra Bankasýslunnar eru ekki akademísk eins og ritstjórastaðan er sögð vera. En þau störf eru heldur ekki pólitísk. Þar sem báðar þessar stofnanir starfa samkvæmt gildandi lögum en ekki samkvæmt pólitísku valdboði. Það er þvi ekki hægt að sjá hvað pólitísk fortíð ætti að draga úr hæfi þeirra einstaklinga sem gegna stöðu útvarpsstjóra eða forstjóra Bankasýslunnar. En kannski eru bara Guðmundur Andri og annað samfylkingarfólk með prinsipin á flandri. Höfundur er annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tvisvar sinnum síðastliðinn áratug hafa þingmenn Samfylkingar talið aðstoðarmenn pólitískra andstæðinga sinna ekki til þess bæra að stjórna ríkisstofnun vegna tengsla við flokka sem eru pólitískir andstæðingar Samfylkingar. Fyrra skiptið er þegar Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur og Finns Ingólfssonar var að loknu auglýsinga og ráðningarferli metin hæfastur umsækjenda til þess að verða Forstjóri Bankasýslu ríkisins, risu þingmenn Samfylkingarnar upp á afturlappirnar og kröfðust þess að ráðherra myndi með einhverjum ráðum afturkalla ráðningu Páls. Páll sá það hins vegar fljótt að vegna pólitískrar óvildar þáverandi stjórnarþingmanna í sinn garð, að honum yrði varla vært í starfi og fengi engan starfsfrið. Það varð því svo að hann afþakkaði starfið sem að hann hafi þó verið ráðinn í faglegu ráðningarferli. Á þeim tíma var Guðmundur Andri Thorsson afar grandvar rithöfundur sem mátti engin samfélagsleg mein sjá, mjög áberandi í þjóðmálaumræðunni. Ef ég man rétt þá var Guðmundur Andri vikulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og gerði skoðunum sínum og áhyggjum af því miður fór í þjóðfélaginu svo góð skil í þessum pistlum sínum, að eftir var tekið. Ég man þó til ekki þess að Guðmundur Andri hafi fyllst hneykslan eða vandlætingu á þessari pólitísku aðför þessara þingmanna á hendur Páli. Án þess að fullyrða, má þó kannski leiða að því líkum að þar hafi skipt einhverju máli að það voru flokkssystkyni Guðmundar Andra sem hvað harðast gengu fram í aðförinni að Páli. Seinna skiptið er svo töluvert nýlegra og þá er Guðmundur Andri orðinn virðulegur og grandvar þingmaður Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi. Þá hafði staða útvarpsstjóra nýlega losnaði og var auglýst eftir umsóknum stöðuna. Svanhildur Hólm Valsdóttir einn umsækjenda um stöðuna. Það er auðvitað flestum kunnugt að Svanhildur er og hefur verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til margra ára. Fyrst aðstoðarmaður hans sem formanns stjórnarandstöðuflokks og síðar sem ráðherra. En áður en hún varð aðstoðarmaður Bjarna, þá átti hún að baki farsælan feril í sjónvarpi og hafði þar að auki aflað sér menntunnar sem hefði getað komið að gangi í starfi útvarpsstjóra og svo bjó hún auðvitað að reynslu af því að starfa í fjölmiðlum og ætti því að þekkja fjölmiðlaumhverfið betur en margir aðrir. En nei... Ekki þótti Guðmundi Andra hinum virðulega og grandvara þingmanni Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi það ganga upp að manneskja sem verið hafi aðstoðarmaður ráðherra sem er pólitískur andstæðingur Guðmundar Andra og félaga hans í Samfylkingunni yrði hleypt í það að verða útvarpsstjóri. Nei það bara gengi ekki. Svanhildur væri of tengd Sjálfstæðisflokknum og einhverri elítu innan hans, sem reyndar engir aðrir en andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þekkja til. Skítt með reynslu og menntun. Konan er tengd Sjálfstæðisflokknum og því megi hún aldrei verða yfirmaður ríkisfjölmiðils. Bara alls ekki! Flest þekkjum við framgöngu Guðmundar Andra hins virðulega og grandvara þingmanns Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi og annarra samfylkingarmanna í svokölluð ritstjóramáli. Þar sem Guðmundur Andri hinn virðulegi og grandvari þingmaður Samfylkingarnar í Suðvesturkjördæmi talaði máli Þorvaldar Gylfasonar eins og hann væri lögmaður hans í dómsal en ekki sem virðulegu og grandvar nefndarmaður í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins. Þar átti auðvitað ekki við að að mati Guðmundar Andra og félaga pólitísk þátttaka þeirra manns ætti að hafa nokkur áhrif á hvort hann hafi átt að fá ritstjorastarfið eða ekki. Enda væri það akademískt og laust við alla pólitík. Það er auðvitað svo að bæði starf útvarpsstjóra og starf forstjóra Bankasýslunnar eru ekki akademísk eins og ritstjórastaðan er sögð vera. En þau störf eru heldur ekki pólitísk. Þar sem báðar þessar stofnanir starfa samkvæmt gildandi lögum en ekki samkvæmt pólitísku valdboði. Það er þvi ekki hægt að sjá hvað pólitísk fortíð ætti að draga úr hæfi þeirra einstaklinga sem gegna stöðu útvarpsstjóra eða forstjóra Bankasýslunnar. En kannski eru bara Guðmundur Andri og annað samfylkingarfólk með prinsipin á flandri. Höfundur er annar varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun