Svartir gluggar og réttindabaráttan Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 17. júní 2020 11:00 Nú mótmæla andstæðingar göngugötunnar Laugavegar með því að gera glugga í ákveðnum verslunarrýmum götunnar svarta á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í ljósi ólgunnar og atburðarrásar réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum eru þessi vinnubrögð forkastanleg. Í síðustu viku mátti sjá svarta ferninga víða á samfélagsmiðlum á BlackoutTuesday sem samstöðutákn mótmælendanna og þeirra sem þá studdu. Atburðarás þessi mun marka tímamót í mannkynssögunni, Bandaríkin eru á barmi borgarastríðs. Á Íslandi sjá tækifærissinnar sér leik á borði og henda upp svörtum ruslapokum í glugga. Hvað voru skipuleggjendur þessara glugga„mótmæla“ að hugsa þegar þessi ákvörðun var tekin? Var þeim alveg sama eða vita þau bara ekki betur? Hvert sem svarið er á þetta fólk að skammast sín. Þetta er ekki aðeins hreinn og beinn stuldur á hugmynd heldur gerir þessi verknaður lítið úr réttindabaráttu þeirra minnihlutahópa sem eru að mótmæla daglega um heim allan. Þá spyr ég enn fremur: hverju vilja þau ná fram með þessu uppátæki? Er fólk líklegra til að líta inn í verslunina ef það sér ekki inn í hana? Það efa ég. Mikilvægi göngugatna, hvort sem þú ert hlynnt/ur þeim eða á móti þeim framkvæmdum, fölnar í samanburði við mannslífin sem hafa verið og eru enn misst í krafti lögregluofbeldis og kerfisbundinnar mismununar víðsvegar um heiminn. Til Miðbæjarfélagsins hef ég eftirfarandi að segja: Skammist ykkar. Fjarlægjið þessa svörtu ruslapoka úr gluggunum og takið ykkar innri mann til endurskoðunar. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú mótmæla andstæðingar göngugötunnar Laugavegar með því að gera glugga í ákveðnum verslunarrýmum götunnar svarta á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í ljósi ólgunnar og atburðarrásar réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum eru þessi vinnubrögð forkastanleg. Í síðustu viku mátti sjá svarta ferninga víða á samfélagsmiðlum á BlackoutTuesday sem samstöðutákn mótmælendanna og þeirra sem þá studdu. Atburðarás þessi mun marka tímamót í mannkynssögunni, Bandaríkin eru á barmi borgarastríðs. Á Íslandi sjá tækifærissinnar sér leik á borði og henda upp svörtum ruslapokum í glugga. Hvað voru skipuleggjendur þessara glugga„mótmæla“ að hugsa þegar þessi ákvörðun var tekin? Var þeim alveg sama eða vita þau bara ekki betur? Hvert sem svarið er á þetta fólk að skammast sín. Þetta er ekki aðeins hreinn og beinn stuldur á hugmynd heldur gerir þessi verknaður lítið úr réttindabaráttu þeirra minnihlutahópa sem eru að mótmæla daglega um heim allan. Þá spyr ég enn fremur: hverju vilja þau ná fram með þessu uppátæki? Er fólk líklegra til að líta inn í verslunina ef það sér ekki inn í hana? Það efa ég. Mikilvægi göngugatna, hvort sem þú ert hlynnt/ur þeim eða á móti þeim framkvæmdum, fölnar í samanburði við mannslífin sem hafa verið og eru enn misst í krafti lögregluofbeldis og kerfisbundinnar mismununar víðsvegar um heiminn. Til Miðbæjarfélagsins hef ég eftirfarandi að segja: Skammist ykkar. Fjarlægjið þessa svörtu ruslapoka úr gluggunum og takið ykkar innri mann til endurskoðunar. Höfundur er forseti Ungra jafnaðarmanna.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun