Semjið við hjúkrunarfræðinga strax! Ólafur G. Skúlason skrifar 15. júní 2020 15:00 Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú eru slétt fimm ár síðan ég leiddi hjúkrunarfræðinga í verkfalli sem endaði með lagasetningu og gerðadómi. Það er ótrúlegt að nú stöndum við í sömu sporum. Ekki tekst að semja og búið að boða verkfall á ný. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga. Það sem verra er að þegar við erum í kjarabaráttu koma fram fréttir um það hversu mikið hjúkrunarfræðingar mega missa sín og aðrir geti nú unnið störf þeirra. Læknar skipti nú meira máli og að hjúkrunarfræðingar séu auka eða til aðstoðar! Þessar fréttir eru nú þegar byrjaðar að koma sbr. verklag um töku stroka vegna komu ferðamanna til Íslands. Skyndilega geta aðrir sinnt þessu og opinberlega hefur heyrst að sumir efist hreinlega um að hjúkrunarfræðingar hafi nokkuð komið að sýnatökum í faraldrinum. Gengið er svo langt að jafnvel er snúið út úr orðum þeirra sem tjá sig um störf hjúkrunarfræðinga opinberlega. Það er nú aldeilis ekki rétt. Það voru hjúkrunarfræðingar sem báru þungann af sýnatökum auk þess sem nær öll skipulagning, verkefnastjórn og framkvæmd breytinga t.d. innan LSH og Heilsugæslunnar var á höndum hjúkrunarfræðinga að öðrum heilbrigðisstarfsmönnum ólöstuðum. Þeir gegndu líka stóru hlutverki innan ÍE. Umræðan fer jafnframt alltaf út í það hversu svimandi há laun hjúkrunarfræðinga eru að mati ríkisins sem gefur út tölur um meðaltalsheildarlaun hjúkrunarfræðinga. Já, hjúkrunarfræðingar geta haft góð heildarlaun með því að vinna á kvöldin, næturnar, helgar og hátíðir eða á þeim tíma sem aðrir njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldu sinni og vinum. Hins vegar eru þau heildarlaun sem ríkið gefur út ávallt töluvert hærri en hjúkrunarfræðingar kannast við og er það vegna þess hvernig ríkið setur gögnin fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur itrekað lagt fram athugasemdir við það fyrirkomulag til samninganefndar ríkisins. Hjúkrunarfræðingum er hins vegar ógerlegt að starfa sem almennur hjúkrunarfræðingur í dagvinnu eingöngu án þess að hafa góða fyrirvinnu. Sökum þess er flótti úr stéttinni af fólki sem einhverra hluta vegna geta ekki unnið vaktavinnu. Þar ber til dæmis að nefna einstæðar mæður og þá sem vegna veikinda geta ekki unnið vaktir en geta hæglega innt störf hjúkrunarfræðinga af hendi í dagvinnu. Það má ekki gleyma því að störf hjúkrunarfræðinga eru að taka breytingum. Þó svo að sólarhringsþjónusta verði alltaf hluti af starfi þeirra er dag- og göngudeildarþjónusta að aukast, skurðstofur eru reknar að mestu á degi til og verkefni færast til Heilsugæslunnar. Því fjölgar þeim hjúkrunarfræðingum sem eingöngu eru í dagvinnu þar sem þjónustan færist í auknu mæli yfir á það form. Það er óþolandi að umræðan fari alltaf á þennan veg í kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og virðist vera eingöngu til þess fallin að láta þá líta út fyrir að vera óraunhæfir og frekir. Að reyna að mála þá sem tilætlunarsama og að reyna að sannfæra aðra um að störf þeirra séu ekki eins mikilvæg og raunin er. Hjúkrunarfræðingar eru, og verða alltaf, hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins. Allar rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu styðja þá fullyrðingu. Hjúkrun, veitt af hjúkrunarfræðingum, dregur úr dánartíðni sjúklinga, fylgikvillum læknismeðferða, flýtir fyrir bata og bætir heilsu. Stíga þarf það skref að jafna laun kvenna að fullnustu við laun karla en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hin hefðbundna kvennastétt hjúkrunarfræðinga er með lægri laun en hefðbundnar karllægar stéttir með sömu eða minni menntun og ábyrgð og starfa hjá ríkinu. Konur eru 97% hjúkrunarfræðinga. Nú þarf þjóðin að fylkja liði á bak við hjúkrunarfræðinga og heimta að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að við þá sé samið og það strax! Hvenær er betra að gera það en á því ári sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnun leggur áherslu á mikilvægi hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisjónustu, 200 ára afmælisári ættmóður hjúkrunarfræðinga og á ári frábærrar frammistöðu þeirra í fordæmalausum heimsfaraldri? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun