Við krefjumst öryggi barna okkar gagnvart kynferðisafbrotamönnum Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson skrifa 10. júní 2020 11:00 Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Tengdar fréttir Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi.
Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun