Viðskipti innlent

Guð­ný veitir skrif­stofu Lofts­lags­ráðs for­stöðu

Atli Ísleifsson skrifar
Guðný Káradóttir.
Guðný Káradóttir. UAR

Guðný Káradóttir hefur verið ráðin til að veita skrifstofu Loftslagsráðs forstöðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu, en meginhlutverk Loftslagsráðs er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf, leiða saman kraftana, vísa veginn og vera hvati til framfara í loftslagsmálum.

„Guðný hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stefnumótun og markaðs- og kynningarmálum, stjórnunarstörfum og verkefnastjórnun, kennslu og ráðgjöf. Hún var áður forstöðumaður hjá Íslandsstofu, framkvæmdastjóri Gagarín, kynningarstjóri Eimskips, lektor við háskólann á Bifröst og hefur sinnt ráðgjöf á sviði stefnumótunar og markaðsmála. Guðný er með mastersgráðu (Cand. Merc.) í markaðsfræðum frá Háskólanum í Álaborg og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Loftslagsráð tók til starfa í júní 2018 og fékk lagastoð með breytingu á lögum um loftslagsmál í júní 2019. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar Loftslagsráð að fengum tilnefningum frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði, Bændasamtökunum, Neytendasamtökunum, Samstarfsnefnd háskólastigsins, Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og umhverfisverndarsamtökum. Formaður, varaformaður og fulltrúi ungs fólks eru skipuð án tilnefningar,“ segir í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×