Þægu stelpurnar Þuríður Sóley Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2020 12:00 Þegar ég var tíu ára gömul keyrði kona á mig og að sumu leyti stend ég í þakkarskuld við hana. Aldrei hefði mér dottið í hug að eitthvað gott væri að finna í „Slysinu“, eins og það er kallað af fjölskyldunni minni, því úr varð að greiningarferlið sem mamma hafði staðið í ströngu við að koma mér í, hófst. Ég var á gangi með stóru systur minni og litla bróður en mamma hafði neytt hana til að taka okkur með þegar hún fór út að leika með jafnöldru sinni. Þetta situr enn í systur minni sem kenndi mömmu um Slysið með barnalegri rökhugsun tólf ára gamals barns — bara ef mamma hefði ekki skipað henni að taka mig með. Við vorum að ganga að Langarima, götunni sem liggur í gegnum Rimahverfið í Grafarvogi, þegar við sáum pabba koma með strætó og af einskærri spennu og hvatvísi hljóp ég af stað, án þess að horfa til beggja hliða. Bílstjórinn var að keyra yfir hámarkshraða á þessari þrjátíu götu og náði ekki að stoppa í tæka tíð svo hliðarspegillinn á bílnum keyrði í höfuðið á mér af svo miklum krafti að ég flaug upp í loftið og lá steinrotuð í götunni. Pabbi, stóra systir mín og litli bróðir stóðu og horfðu á. Þau héldu öll að ég væri dáin. Pabbi fékk martraðir í heilt ár og lítill órökréttur hluti af systur minni kennir mömmu enn um þetta núna tuttugu árum seinna. Á spítalanum kom síðan í ljós að höfuðkúpan var brákuð og það hafði blætt inn á framheila. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði hversu alvarlegar afleiðingarnar af Slysinu voru fyrir mig og fjölskylduna en við tóku mörg ár af erfiðleikum, bæði fyrir mig og þau en þá var enginn stuðningur í boði fyrir fjölskyldur einstaklinga sem verða vitni að slíkum atburði og/eða þurfa síðan að búa með manneskju með framheilaskaða en þau sem þekkja það vita að persónubreytingar og skapofsi einkenna fyrstu árin sem hefur áhrif á alla heimilismeðlimi. Þrátt fyrir þetta allt saman er ég að hluta til þakklát því að í kjölfar Slyssins var ég send í allskonar greiningar þar sem ég var meðal annars greind með ADHD en talið er að 50-70% stúlkna með ADHD séu án greiningu. Þetta eru stelpurnar sem eru ósýnilegar í bekknum, þær sitja í stólnum sínum og hafa hljótt en í huganum þeirra er allt á fullu og líkaminn er oft á sífelldu iði. Stundum sér kennarinn ekki vandamálið eða jafnvel neitar fyrir það, heldur finnst honum að þær þurfi bara að einbeita sér betur og vera duglegar að biðja um aðstoð. Á meðan eru foreldrarnir að kljást við allt aðra manneskju heima sem gjörsamlega springur af óþreyju, óþolinmæði og skapofsa þegar hún er loksins komin í öruggt umhverfi þar sem hún getur fengið útrás fyrir því sem, af kurteisi og hlýðni, hún bælir niður í skólanum. Síðan geta árin liðið og enginn hjálpar þessum stelpum eins og strákunum sem eru með læti og mótþróa en samkvæmt ADHD samtökunum er tvisvar til þrisvar sinnum algengara að strákar fái greiningu og þessi munur stafar ekki endilega af því að stelpur séu sjaldnar með ADHD heldur af því að þær fá ekki sömu hjálpina. Þeim er kerfisbundið mismunað en af því að einkenni þeirra koma ekki fram eins og hjá strákunum sem krefjast sífellt athygli og trufla alltof stóra bekki er stelpunum leyft að þróa með sér vandamálin afskiptalaust. Til að gera þetta ennþá ósanngjarnara þá er vert að benda á það að börn með hegðunarörðugleika eru síðan sett í forgang í kerfinu fram yfir „þægu“ börnin sem bíða árum saman, aftast á forgangslistanum, eftir svörum og greiningu. En með greiningu getur skólinn, foreldrar og barnið verið meðvitað um hvers kyns úrræði þurfa að vera fyrir hendi og eru ekki að berjast gegn óséðu afli, heldur vel rannsökuðum og þekktum taugasjúkdómi. Margar af mínum vinkonum voru einu sinni þessi stelpa í skólanum, líkur sækir líkan heim. Þær töldu sig heimskar og að það væri eitthvað að þeim en þegar það kom loksins að því að þær fóru í framhaldsskóla flosnuðu þær úr námi og sögðu: „Ég get ekki lært.“ Líklegast hefði ég orðið ein af þessum stelpum ef ég hefði ekki verið svo „heppin“ að lenda í Slysinu og fá greiningu og fara síðan á lyf en ég var einmitt of kurteis og þæg, of hlédræg og feimin til að fá útrás fyrir einkennum sjúkdómsins í tímum og sprakk frekar þegar heim var komið. Lyfin ásamt þekkingunni hafa breytt lífi mínu og án þeirra sekk ég undantekningarlaust í kvíða og þunglyndi. Svo horfi ég á vinkonur mínar sem hafa verið fastar í hringrás andlegrar vanlíðunar frá barnsaldri og glíma við laskaða sjálfmynd og ég finn til með þeim. Þær sem lögðu síðan í það þurftu borga tugi þúsunda til að fá loksins greiningu og hjálpina sem þær hefðu átt að fá í æsku. Þegar því ferli var loksins lokið var eins og þokan lyftist af heilanum og þær urðu heilar. Enn einn hluturinn sem er ósanngjarn við þetta allt saman er sú staðreynd að skilgreiningin á ólíkri birtingarmynd ADHD í stelpum er ekki ný á nálinni. Ég man eftir því að hafa lesið fyrir rúmum tíu árum grein eftir íslenskan sálfræðing um birtingarmynd ADHD í konum þar sem hún talar um þetta vandamál, þ.e. að stelpur séu ekki greindar í æsku og verða að fullorðnum konum sem geta ekki lifað eðlilegu lífi og upplifa sig gallaðar, heimskar og einskisverðar. Ef þessar konur fengju eftirtektina og eftirfylgnina í grunnskóla sem þær þurfa á að halda myndi þeim vera hlíft gegn áratuga langri baráttu, þær og foreldrarnir myndu öðlast skilning á erfiðleikunum, þær myndu fá aðgang að námstækni sem virkar fyrir ADHD börn og réttur þeirra innan skólakerfisins myndi aukast. Það myndi líka þýða að það væri hægt að sporna við niðurrífandi hugsanaganginum sem sagar af þeim smátt og smátt sjálfstraustið og námsviljann. Ég er orðin þreytt á því hvernig þessum stelpum er kerfisbundið mismunað og afsökunin um að birtingarmynd þeirra sé öðruvísi, svo það sé erfiðara að taka eftir því, er úrelt. Hinsvegar á meðan það er einn kennari á 20-30 börn þá býður það hættunni heim. Talið er að 7-10% barna séu með ADHD. Það eru tvö börn í hverjum tuttugu manna bekk og þá helmings líkur á því að allavegana ein stelpa í bekknum sé með taugasjúkdóminn. Það er ekki hrós hvað þær eru þægar, prúðar, hljóðlátar og stilltar heldur ættu kennarar og skólayfirvöld að fræðast um þetta og viðurkenna hversu víðtækt og alvarlegt vandamálið er sökum langtíma afleiðingana fyrir þessar stelpur. Það á ekki að vera eingöngu á herðum foreldra að þekkja og bera kennsl á einkenni námsörðugleika hjá stelpum með ADHD heldur ætti sjálft fagfólkið að vera vakandi fyrir birtingarmyndunum og þá geta foreldrar og kennarar unnið saman í að tryggja barninu hjálp áður en það er orðið of seint. Myndi það þá koma í stað núverandi kerfis þar sem þæg börn með námsörðugleika eru sett aftast á forgangslistann og vandamálum þeirra leyft að grassera með þeim hætti að þau fara út í lífið með handónýt verkfæri og hálftómar verkfæratöskur. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri. Ath. í pistlinum er vísað til birtingarmyndar einkenna stelpna með ADHD þar sem vandamálið sem um ræðir er algengara hjá þeim. Vert er að taka fram að strákar geta einnig glímt við sama vandamálið og þurfa þeir jafn mikið á athygli og aðstoð að halda. Heimild: Tölfræðin í þessum pistli er fengin af vefsíðu ADHD samtakanna og ég mæli með að allir foreldrar sem eiga stelpu (eða strák) sem hljómar eins og þær sem er lýst í textanum kynni sér þennan bækling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var tíu ára gömul keyrði kona á mig og að sumu leyti stend ég í þakkarskuld við hana. Aldrei hefði mér dottið í hug að eitthvað gott væri að finna í „Slysinu“, eins og það er kallað af fjölskyldunni minni, því úr varð að greiningarferlið sem mamma hafði staðið í ströngu við að koma mér í, hófst. Ég var á gangi með stóru systur minni og litla bróður en mamma hafði neytt hana til að taka okkur með þegar hún fór út að leika með jafnöldru sinni. Þetta situr enn í systur minni sem kenndi mömmu um Slysið með barnalegri rökhugsun tólf ára gamals barns — bara ef mamma hefði ekki skipað henni að taka mig með. Við vorum að ganga að Langarima, götunni sem liggur í gegnum Rimahverfið í Grafarvogi, þegar við sáum pabba koma með strætó og af einskærri spennu og hvatvísi hljóp ég af stað, án þess að horfa til beggja hliða. Bílstjórinn var að keyra yfir hámarkshraða á þessari þrjátíu götu og náði ekki að stoppa í tæka tíð svo hliðarspegillinn á bílnum keyrði í höfuðið á mér af svo miklum krafti að ég flaug upp í loftið og lá steinrotuð í götunni. Pabbi, stóra systir mín og litli bróðir stóðu og horfðu á. Þau héldu öll að ég væri dáin. Pabbi fékk martraðir í heilt ár og lítill órökréttur hluti af systur minni kennir mömmu enn um þetta núna tuttugu árum seinna. Á spítalanum kom síðan í ljós að höfuðkúpan var brákuð og það hafði blætt inn á framheila. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði hversu alvarlegar afleiðingarnar af Slysinu voru fyrir mig og fjölskylduna en við tóku mörg ár af erfiðleikum, bæði fyrir mig og þau en þá var enginn stuðningur í boði fyrir fjölskyldur einstaklinga sem verða vitni að slíkum atburði og/eða þurfa síðan að búa með manneskju með framheilaskaða en þau sem þekkja það vita að persónubreytingar og skapofsi einkenna fyrstu árin sem hefur áhrif á alla heimilismeðlimi. Þrátt fyrir þetta allt saman er ég að hluta til þakklát því að í kjölfar Slyssins var ég send í allskonar greiningar þar sem ég var meðal annars greind með ADHD en talið er að 50-70% stúlkna með ADHD séu án greiningu. Þetta eru stelpurnar sem eru ósýnilegar í bekknum, þær sitja í stólnum sínum og hafa hljótt en í huganum þeirra er allt á fullu og líkaminn er oft á sífelldu iði. Stundum sér kennarinn ekki vandamálið eða jafnvel neitar fyrir það, heldur finnst honum að þær þurfi bara að einbeita sér betur og vera duglegar að biðja um aðstoð. Á meðan eru foreldrarnir að kljást við allt aðra manneskju heima sem gjörsamlega springur af óþreyju, óþolinmæði og skapofsa þegar hún er loksins komin í öruggt umhverfi þar sem hún getur fengið útrás fyrir því sem, af kurteisi og hlýðni, hún bælir niður í skólanum. Síðan geta árin liðið og enginn hjálpar þessum stelpum eins og strákunum sem eru með læti og mótþróa en samkvæmt ADHD samtökunum er tvisvar til þrisvar sinnum algengara að strákar fái greiningu og þessi munur stafar ekki endilega af því að stelpur séu sjaldnar með ADHD heldur af því að þær fá ekki sömu hjálpina. Þeim er kerfisbundið mismunað en af því að einkenni þeirra koma ekki fram eins og hjá strákunum sem krefjast sífellt athygli og trufla alltof stóra bekki er stelpunum leyft að þróa með sér vandamálin afskiptalaust. Til að gera þetta ennþá ósanngjarnara þá er vert að benda á það að börn með hegðunarörðugleika eru síðan sett í forgang í kerfinu fram yfir „þægu“ börnin sem bíða árum saman, aftast á forgangslistanum, eftir svörum og greiningu. En með greiningu getur skólinn, foreldrar og barnið verið meðvitað um hvers kyns úrræði þurfa að vera fyrir hendi og eru ekki að berjast gegn óséðu afli, heldur vel rannsökuðum og þekktum taugasjúkdómi. Margar af mínum vinkonum voru einu sinni þessi stelpa í skólanum, líkur sækir líkan heim. Þær töldu sig heimskar og að það væri eitthvað að þeim en þegar það kom loksins að því að þær fóru í framhaldsskóla flosnuðu þær úr námi og sögðu: „Ég get ekki lært.“ Líklegast hefði ég orðið ein af þessum stelpum ef ég hefði ekki verið svo „heppin“ að lenda í Slysinu og fá greiningu og fara síðan á lyf en ég var einmitt of kurteis og þæg, of hlédræg og feimin til að fá útrás fyrir einkennum sjúkdómsins í tímum og sprakk frekar þegar heim var komið. Lyfin ásamt þekkingunni hafa breytt lífi mínu og án þeirra sekk ég undantekningarlaust í kvíða og þunglyndi. Svo horfi ég á vinkonur mínar sem hafa verið fastar í hringrás andlegrar vanlíðunar frá barnsaldri og glíma við laskaða sjálfmynd og ég finn til með þeim. Þær sem lögðu síðan í það þurftu borga tugi þúsunda til að fá loksins greiningu og hjálpina sem þær hefðu átt að fá í æsku. Þegar því ferli var loksins lokið var eins og þokan lyftist af heilanum og þær urðu heilar. Enn einn hluturinn sem er ósanngjarn við þetta allt saman er sú staðreynd að skilgreiningin á ólíkri birtingarmynd ADHD í stelpum er ekki ný á nálinni. Ég man eftir því að hafa lesið fyrir rúmum tíu árum grein eftir íslenskan sálfræðing um birtingarmynd ADHD í konum þar sem hún talar um þetta vandamál, þ.e. að stelpur séu ekki greindar í æsku og verða að fullorðnum konum sem geta ekki lifað eðlilegu lífi og upplifa sig gallaðar, heimskar og einskisverðar. Ef þessar konur fengju eftirtektina og eftirfylgnina í grunnskóla sem þær þurfa á að halda myndi þeim vera hlíft gegn áratuga langri baráttu, þær og foreldrarnir myndu öðlast skilning á erfiðleikunum, þær myndu fá aðgang að námstækni sem virkar fyrir ADHD börn og réttur þeirra innan skólakerfisins myndi aukast. Það myndi líka þýða að það væri hægt að sporna við niðurrífandi hugsanaganginum sem sagar af þeim smátt og smátt sjálfstraustið og námsviljann. Ég er orðin þreytt á því hvernig þessum stelpum er kerfisbundið mismunað og afsökunin um að birtingarmynd þeirra sé öðruvísi, svo það sé erfiðara að taka eftir því, er úrelt. Hinsvegar á meðan það er einn kennari á 20-30 börn þá býður það hættunni heim. Talið er að 7-10% barna séu með ADHD. Það eru tvö börn í hverjum tuttugu manna bekk og þá helmings líkur á því að allavegana ein stelpa í bekknum sé með taugasjúkdóminn. Það er ekki hrós hvað þær eru þægar, prúðar, hljóðlátar og stilltar heldur ættu kennarar og skólayfirvöld að fræðast um þetta og viðurkenna hversu víðtækt og alvarlegt vandamálið er sökum langtíma afleiðingana fyrir þessar stelpur. Það á ekki að vera eingöngu á herðum foreldra að þekkja og bera kennsl á einkenni námsörðugleika hjá stelpum með ADHD heldur ætti sjálft fagfólkið að vera vakandi fyrir birtingarmyndunum og þá geta foreldrar og kennarar unnið saman í að tryggja barninu hjálp áður en það er orðið of seint. Myndi það þá koma í stað núverandi kerfis þar sem þæg börn með námsörðugleika eru sett aftast á forgangslistann og vandamálum þeirra leyft að grassera með þeim hætti að þau fara út í lífið með handónýt verkfæri og hálftómar verkfæratöskur. Höfundur er MA-nemi í ritlist og stjúpforeldri. Ath. í pistlinum er vísað til birtingarmyndar einkenna stelpna með ADHD þar sem vandamálið sem um ræðir er algengara hjá þeim. Vert er að taka fram að strákar geta einnig glímt við sama vandamálið og þurfa þeir jafn mikið á athygli og aðstoð að halda. Heimild: Tölfræðin í þessum pistli er fengin af vefsíðu ADHD samtakanna og ég mæli með að allir foreldrar sem eiga stelpu (eða strák) sem hljómar eins og þær sem er lýst í textanum kynni sér þennan bækling.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun