Golf

Aron Snær leiðir óvænt í karlaflokki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt.
Aron Snær leiðir í karlaflokki nokkuð óvænt. mynd/seth

Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er með tveggja högga forystu á Golfbúðarmótinu sem er annað mót keppnistímabilsins á stigamótaröð GSÍ.

Flestir af bestu kylfingum landsins eru skráðir til leiks en spilað er á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Leiknir eru þrír hringir og leiðir Aron með tveimur höggum eftir fyrsta hringinn en hann lék á fjórum höggum undir pari í dag.

Kristófer Karl Karlsson, úr GM, er í öðru sætinu á tveimur höggum undir pari og átta kylfingar eru svo jafnir í þriðja til tíunda sæti, þar á meðal atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Axel Bóasson sem vann fyrsta mótið á mótaröðinni náði sér ekki á strik í dag en hann spilaði á fimm höggum undir pari. Alla stöðuna eftir fyrsta hringinn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×