Viðskipti erlent

SAS hefur flug til Kefla­víkur að nýju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flug hjá SAS hefst að nýju frá Danmörku þann 15. júní.
Flug hjá SAS hefst að nýju frá Danmörku þann 15. júní. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND

Flugfélagið SAS mun frá miðjum júní fram í lok mánaðar fjölga flugleiðum úr fimmtán upp í þrjátíu leiðir. Flogið verður frá Kaupmannahöfn til sextán áfangastaða, þar á meðal til Íslands, Færeyja, Þýskalands, Frakklands, Belgíu og Spánar.

Þá hefst flug að nýju frá Stokkhólmi til fjölda áfangastaða við Miðjarðarhafið, þar á meðal Palma á Spáni, Nice í Frakklandi og Aþenu og Þessaloníku á Grikklandi auk þess sem innanlandsflug verður komið aftur á. Einnig verður flogið frá Noregi til Króatíu og innanlandsflug hefst að nýju.

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur hvatt flugfélög til þess að hefja ekki „óþarfa“ flugferðir til landa utan EES fyrr en í lok ágúst en frá og með 15. júní verður flugfélögum heimilt að fljúga til landa innan svæðisins. Þá hafa Danir verið hvattir til þess að ferðast innanlands í sumar til að sporna við annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.

Ferðalangar eru einnig hvattir til þess að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir snúa aftur til Danmerkur. Þá munu farþegar SAS þurfa að hafa grímur fyrir vitum um borð í flugvélunum og allir farþegar á dönskum flugvöllum munu þurfa þess frá og með 15. júní.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,55
15
2.044
ICESEA
1,02
1
10
MAREL
1
3
656
SIMINN
0,85
8
212.084
EIM
0,71
2
1.213

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
10
144.345
EIK
-0,28
1
760
ORIGO
-0,16
3
1.722
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.