LEGO bað auglýsendur um að fjarlægja markaðsefni með lögguþema Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 14:29 LEGO lýsti yfir samstöðu með Black Lives Matter hreyfingunni á samfélagsmiðlum. Vísir/GEtty Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020 Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020
Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira