Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt Ellen Calmon skrifar 4. júní 2020 13:01 Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun