Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 12:52 Hér má sjá drög að hótelinu en áætlaður kostnaður við byggingu þess eru um 40 milljarðar króna. Yrki arkitektar Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira