Handbolti

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður fyrir undankeppni EM 2022

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik á móti Tyrklandi í síðustu undankeppni EM 2022.
Aron Pálmarsson í leik á móti Tyrklandi í síðustu undankeppni EM 2022. Vísir/Andri Marinó

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á góðum stað þegar dregið verður í undankeppni næsta Evrópumóts í handbolta.

Íslenska landsliðið keppir næst á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs en næsta Evrópumót verður haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu frá 13. til 30. janúar 2022.

Evrópska handknattleikssambandið er búið að raða niður í styrkleikaflokka áður en dregið verður í riðla í undankeppninni.

Strákarnir okkar eru þar í efsta styrkleikjaflokki en dregið verður 16. júní næstkomandi klukka þrjú að íslenskum tíma.

Það er því öruggt að Norðurlandaþjóðirnar Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland verða ekki saman í riðli og heldur ekki í riðli með Þýskalandi, Frakklandi, Slóveníu og Tékklandi.

Styrkleikjaflokkar EHF eru eftirfarandi:

  • 1. styrkleikaflokkur: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Slóvenía, Tékkland og Ísland
  • 2. styrkleikaflokkur: Austurríki, Hvíta Rússland, Portúgal, Norður Makedónía, Serbía, Rússland, Svartfjallaland og Holland.
  • 3. styrkleikaflokkur: Sviss, Litáen, Rúmenía, Bosnía, Úkraína, Lettland, Pólland og Belgía.
  • 4. styrkleikaflokkur: Finnland, Ítalía, Tyrkland, Ísrael, Eistland, Grikkland, Kósovó og Færeyjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×