Handbolti

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður fyrir undankeppni EM 2022

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik á móti Tyrklandi í síðustu undankeppni EM 2022.
Aron Pálmarsson í leik á móti Tyrklandi í síðustu undankeppni EM 2022. Vísir/Andri Marinó

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á góðum stað þegar dregið verður í undankeppni næsta Evrópumóts í handbolta.

Íslenska landsliðið keppir næst á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs en næsta Evrópumót verður haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu frá 13. til 30. janúar 2022.

Evrópska handknattleikssambandið er búið að raða niður í styrkleikaflokka áður en dregið verður í riðla í undankeppninni.

Strákarnir okkar eru þar í efsta styrkleikjaflokki en dregið verður 16. júní næstkomandi klukka þrjú að íslenskum tíma.

Það er því öruggt að Norðurlandaþjóðirnar Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland verða ekki saman í riðli og heldur ekki í riðli með Þýskalandi, Frakklandi, Slóveníu og Tékklandi.

Styrkleikjaflokkar EHF eru eftirfarandi:

  • 1. styrkleikaflokkur: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Slóvenía, Tékkland og Ísland
  • 2. styrkleikaflokkur: Austurríki, Hvíta Rússland, Portúgal, Norður Makedónía, Serbía, Rússland, Svartfjallaland og Holland.
  • 3. styrkleikaflokkur: Sviss, Litáen, Rúmenía, Bosnía, Úkraína, Lettland, Pólland og Belgía.
  • 4. styrkleikaflokkur: Finnland, Ítalía, Tyrkland, Ísrael, Eistland, Grikkland, Kósovó og Færeyjar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.