Viðskipti innlent

Bein útsending: Hvernig má nýta íslenskt rok?

Andri Eysteinsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson fer yfir það hvað þarf til að koma upp vindmyllugarði.
Guðmundur Kristjánsson fer yfir það hvað þarf til að koma upp vindmyllugarði. Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík hefur undanfarnar vikur boðið upp á hádegisfyrirlestra vísindamanna HR á netinu á hverjum þriðjudegi og verður þar engin breyting á í dag.

Guðmundur Kristjánsson, kennari við iðn- og tæknifræðideild HR mun í dag klukkan 12:00 fjalla um íslenskt rok og hvernig hægt er að nýta það.

Guðmundur mun fjalla um ferlið við að setja upp vindmyllugarð. Spurningum á borð við hvað þurfi til og hvort einfalt sé að framleiða rafmagn með vindmyllum verður svarað auk þess sem farið verður yfir rannsóknir, viðhald, tengingar við rafmagnsnet og bilanir í fyrirlestrinum.

Að lokum verður farið yfir það hvernig frændur vorir, Danir, hafa náð að byggja upp háspennunetið með vindmyllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,25
3
33.222
REITIR
0,18
9
23.212
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,65
31
7.164
HEIMA
-5,19
1
146
MAREL
-2,12
5
29.157
SYN
-0,82
6
56.233
HAGA
0
1
1.007
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.