Körfubolti

Vanessa Bryant brást við dauða George Floyd með gamalli mynd af Kobe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant í „I can't breathe“ treyjunni í desember 2014 fyrir leik Los Angeles Lakers á móti Sacramento Kings í Staples Center.
Kobe Bryant í „I can't breathe“ treyjunni í desember 2014 fyrir leik Los Angeles Lakers á móti Sacramento Kings í Staples Center. Getty/Noel Vasquez

Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, var ein af mörgum sem hefur tjáð sig um George Floyd sem dó eftir harkalega og ómanneskjulega handtöku lögreglumanna í Minneapolis.

Vanessa Bryant rifjaði upp viðbrögð Kobe Bryant heitins við svipuðu máli fyrir sex árum síðan.

Blökkumaðurinn Eric Garner dó þá á götum Staten eyju í New York borg eftir að hvítur lögreglumaður tók hann hálstaki.

Eins og var í tilfelli George Floyd þá kallaði Eric Garner margoft „I can't breathe“ áður en hann lést eða „Ég get ekki andað“ á íslensku.

Margir leikmenn í NBA-deildinni brugust við því hörmulega máli með því að hita upp í „I can't breathe“ treyjum fyrir næsta leik sinn í NBA-deildinni. Það voru leikmenn allt frá LeBron James til Derrick Rose til Carlos Boozer.

Kobe Bryant var líka í slíkri upphitunartreyju og ekkja hans Vanessa Bryant birti mynd af honum í treyjunni á Instagram síðu sinni.

„Lífið er svo viðkvæmt og lífið er svo ófyrirsjáanlegt. Lífið er of stutt,“ byrjaði Vanessa Bryant stuttan pistil sinn á Instagram.

Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans og Vanessu, Gianna, létust ásamt sjö öðrum í þyrsluslysi 26. janúar síðastliðinn þegar þau voru á leiðinni í körfuboltaleik hjá liði Giannu Bryant.

„Við skulum öll deila og fagna því hversu líka og hversu ólík við mannfólkið erum. Hrekjum hatrið í burtu. Kennum virðingu og ást fyrir alla, bæði heima og í skólanum. Dreifum ástinni út um allt,“ skrifaði Vanessa Bryant eins og sjá má hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.