Körfubolti

Ragnar gengur til liðs við Hauka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnar mun leika áfram í rauðu næsta vetur en að þessu sinni í Hafnafirði.
Ragnar mun leika áfram í rauðu næsta vetur en að þessu sinni í Hafnafirði. Haukar/Vísir

Hinn gríðarstóri Ragnar Nathanaelsson er genginn í raðir Hauka í Domino´s deild karla. Hinn 218 cm hái Ragnar lék siðast með liði Vals. Haukar greindu frá þessu í dag.

Ragnar hefur leikið með Val undanfarin tvö ár ásamt því að hafa verið inn og út úr landsliðshópi íslenska landsliðsins undanfarin ár. Haukar verða fimmta lið Ragnars hér heima en ásamt Val hefur hann leikið með Hamri Hveragerði, Þór Þorlákshöfn og Njarðvík.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við Hauka sem voru í 6. sæti Domino´s deildarinnar þegar Íslandsmótið var flautað af vegna kórónufaraldursins.

„Ég er virki­lega spennt­ur fyr­ir næsta tíma­bili hjá Hauk­um. Ég hef haft mik­inn áhuga á að vera und­ir hand­leiðslu Isra­el Mart­ins frá því hann byrjaði að þjálfa á Íslandi,“ sagði Ragnar við undirskriftina.

„að er mik­ill metnaður hérna á Ásvöll­um og ætl­um við að gera til­kall í alla titla sem eru í boði. Ég get því ekki verið annað en sátt­ur með að hafa gengið til liðs við Hauka,“ sagði Ragnar að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.