FH og Dusty áfram í undanúrslit Halldór Már Kristmundsson skrifar 31. maí 2020 14:32 Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda er talið að liðin séu hnífjöfn. Sá leikur olli vissulega ekki vonbrigðum er við fengum að sjá æsispennandi leik í öllum þremur kortum. Í seinni viðureign völtuðu Íslandsmeistarar Dusty yfir nýliðana BadCompany. Þór - FH Það kemur alls ekki á óvart að þessi rimma hafi endað í öllum 3 kortunum, liðin eru mjög jöfn og aðeins smáatriði sem skilja þau að, svo sem kortaval og handhófskenndir hlutir sem kunna eiga sér stað inni í leik. Liðstjórnandi FH á mikið lof skilið fyrir að halda sínum mönnum sem og andstæðingunum á tánum með vel tímasettum taktískum pásum. Þór hefði þurft að nýta sér þessar pásur enn það er ljóst að af sex pásum í þremur leikjum er ekki ein tekin af Þór. Kort 1 inferno FH byrja sóknina sterkt og komast í 5 - 0 áður enn Þór nær loks að svara. Hálfleikurinn endar 9 - 6 fyrir FH. Þór hljóta að sitja eftir svekktir því kortið er almennt talið vera vörninni í hag. Það má samt ekki taka það af Þór að þeir börðust af hörku og náðu að setja spennu í leikin þegar þeir taka fyrstu fjórar loturnar í sókn. Það var svo FH sem taka taktískt hlé sem heldur betur slekkur í sókn Þórsara, eftir pásuna var leikurinn aldrei í vafa og FH klára inferno 16 - 11 Kort 2 mirage Það var svo Mirage sem Þór sýndu hvað þeir eru samstilltir og æfðir, FH hafði fá svör við snörpum sóknum Þórsara enn kortavalið gerði þeim kleift að henda í látlausar árásir frá byrjunarreit. Þór fá einnig mikið lof fyrir vörnina sína, þar sem þeim tekst að snúa vörn í sókn með að sækja og loka á miðsvæði kortsins. Mirage endar 16 - 9 Þór í vil. Kort 3 train Það voru FH ingar sem heldur betur mættu til leiks í þriðja og seinasta kortinu, staðan er 7 - 0 þegar Þór svarar og nær að kreista út 5 - 10 hálfleik FH í hag. Þór nær svo fyrstu fimm lotunum í seinni hálfleik þegar FH ingar taka taktíska pásu, og eftir hana var ekki aftur snúið, FH sigrar leikin og þar með umferðina 16 - 12. Maður leiksins: Eyþór Atli Geirdal Kristján Einar Kristjánsson "Þór á móti FH sýndi okkur tvo mismunandi spilastíla skella saman, Þór vill spila sóknina út frá byrjunareit og svo ertu með FH sem treystir á að taka sóknar ákvarðanir þegar lengra er komið inn í loturnar. Það eru klárlega kortin sem spila þarna inn í þegar lið með svona ólíkan spila stíl mætast og í gær virðist það hafa verið FH sem hafði betur í kortavali. BadCompany lagði hart að sér til að komast alla leið í 8 liða úrslit, vonandi nær þessi hópur að halda sér saman og hver veit nema að í framtíðinni ná þeir að stríða liðum eins og Dusty, þeir voru samt langt frá því í leiknum í gær.” sagði Kristján Einar sérfræðingur í Vodafonedeildinni Dusty - BadCompany Frumraun BadCompany á stóra sviðinu á móti Íslandsmeisturunum sjálfum. Kort 1 Mirage Það var í lotu fjögur þar sem BadCompany tekst á ótrúlegan hátt að sigra og leggja grunnin að þessum fimm lotum sem þeir fengu í sókninni. Það var svo Dusty sem skellti í lás og lokaði vörninni. 16 - 5 fyrir Dusty í Mirage. Kort 2 Dust2 Dusty byrjuðu seinna kortið af hörku og komast í 9 - 0 áður enn BadCompany nær að svara. Það var hinsvegar bara 2 lotur sem BadCompany tókst að krækja sér í Dusty gersamlega valta yfir BadCompany og sýndu okkur virkilega munin á liðunum. Dusty sigra leikin 16 - 2. Maður leiksins Alfreð Leó Svansson Í kvöld mætast Fylkir og KR í undanúrslitum klukkan 18:00 í beinni á stöð2 esport. Strax þar á eftir mætast svo FH og Dusty kl 21:00 Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór KR Fylkir Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda er talið að liðin séu hnífjöfn. Sá leikur olli vissulega ekki vonbrigðum er við fengum að sjá æsispennandi leik í öllum þremur kortum. Í seinni viðureign völtuðu Íslandsmeistarar Dusty yfir nýliðana BadCompany. Þór - FH Það kemur alls ekki á óvart að þessi rimma hafi endað í öllum 3 kortunum, liðin eru mjög jöfn og aðeins smáatriði sem skilja þau að, svo sem kortaval og handhófskenndir hlutir sem kunna eiga sér stað inni í leik. Liðstjórnandi FH á mikið lof skilið fyrir að halda sínum mönnum sem og andstæðingunum á tánum með vel tímasettum taktískum pásum. Þór hefði þurft að nýta sér þessar pásur enn það er ljóst að af sex pásum í þremur leikjum er ekki ein tekin af Þór. Kort 1 inferno FH byrja sóknina sterkt og komast í 5 - 0 áður enn Þór nær loks að svara. Hálfleikurinn endar 9 - 6 fyrir FH. Þór hljóta að sitja eftir svekktir því kortið er almennt talið vera vörninni í hag. Það má samt ekki taka það af Þór að þeir börðust af hörku og náðu að setja spennu í leikin þegar þeir taka fyrstu fjórar loturnar í sókn. Það var svo FH sem taka taktískt hlé sem heldur betur slekkur í sókn Þórsara, eftir pásuna var leikurinn aldrei í vafa og FH klára inferno 16 - 11 Kort 2 mirage Það var svo Mirage sem Þór sýndu hvað þeir eru samstilltir og æfðir, FH hafði fá svör við snörpum sóknum Þórsara enn kortavalið gerði þeim kleift að henda í látlausar árásir frá byrjunarreit. Þór fá einnig mikið lof fyrir vörnina sína, þar sem þeim tekst að snúa vörn í sókn með að sækja og loka á miðsvæði kortsins. Mirage endar 16 - 9 Þór í vil. Kort 3 train Það voru FH ingar sem heldur betur mættu til leiks í þriðja og seinasta kortinu, staðan er 7 - 0 þegar Þór svarar og nær að kreista út 5 - 10 hálfleik FH í hag. Þór nær svo fyrstu fimm lotunum í seinni hálfleik þegar FH ingar taka taktíska pásu, og eftir hana var ekki aftur snúið, FH sigrar leikin og þar með umferðina 16 - 12. Maður leiksins: Eyþór Atli Geirdal Kristján Einar Kristjánsson "Þór á móti FH sýndi okkur tvo mismunandi spilastíla skella saman, Þór vill spila sóknina út frá byrjunareit og svo ertu með FH sem treystir á að taka sóknar ákvarðanir þegar lengra er komið inn í loturnar. Það eru klárlega kortin sem spila þarna inn í þegar lið með svona ólíkan spila stíl mætast og í gær virðist það hafa verið FH sem hafði betur í kortavali. BadCompany lagði hart að sér til að komast alla leið í 8 liða úrslit, vonandi nær þessi hópur að halda sér saman og hver veit nema að í framtíðinni ná þeir að stríða liðum eins og Dusty, þeir voru samt langt frá því í leiknum í gær.” sagði Kristján Einar sérfræðingur í Vodafonedeildinni Dusty - BadCompany Frumraun BadCompany á stóra sviðinu á móti Íslandsmeisturunum sjálfum. Kort 1 Mirage Það var í lotu fjögur þar sem BadCompany tekst á ótrúlegan hátt að sigra og leggja grunnin að þessum fimm lotum sem þeir fengu í sókninni. Það var svo Dusty sem skellti í lás og lokaði vörninni. 16 - 5 fyrir Dusty í Mirage. Kort 2 Dust2 Dusty byrjuðu seinna kortið af hörku og komast í 9 - 0 áður enn BadCompany nær að svara. Það var hinsvegar bara 2 lotur sem BadCompany tókst að krækja sér í Dusty gersamlega valta yfir BadCompany og sýndu okkur virkilega munin á liðunum. Dusty sigra leikin 16 - 2. Maður leiksins Alfreð Leó Svansson Í kvöld mætast Fylkir og KR í undanúrslitum klukkan 18:00 í beinni á stöð2 esport. Strax þar á eftir mætast svo FH og Dusty kl 21:00
Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór KR Fylkir Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira