Viðskipti innlent

Hópur fjárfesta af Skaganum kaupir Norðanfisk

Andri Eysteinsson skrifar
Frá undirritun kaupsamningsins á Akranesi.
Frá undirritun kaupsamningsins á Akranesi. Aðsend

Brim hf og hópur fjárfesta á Akranesi hafa undirritað kaupsamning um kaup fjárfestana á öllu hlutafé Norðanfisks ehf.

Norðanfiskur á sér langa og farsæla sögu á Akranesi og sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi til veitingastaða hérlendis auk sölu neytendapakkninga. Vörutegundir Norðanfisks eru um 250 og eru þær framleiddar í starfsstöð félagsins á Akranesi.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi var ásamt fulltrúum KPMG og LEX lögmannsstofu kaupendum innan handar í kaupferlinu en Íslensk verðbréf stýrði söluferlinu fyrir hönd Brims.

Mikilvægt er að Norðanfiskur starfi enn á Akranesi og tækifæri eru til sóknar að sögn kaupenda en Inga Ósk Jónsdóttir, einn kaupenda, segir í tilkynningu að það sýni styrk fjárfestahópsins að á þessum óvissutímum sé fyrirhuguð sókn frá Akranesi. Þá segir Inga einnig að framkvæmdastjóri Norðanfisks, Sigurjón Gísli Jónsson, sé einni kaupanda og sé veðjað á framtíðarsýn og forystu hans.

„Rekstur Norðanfisks á sér langa og farsæla sögu á Akranesi og Brim fagnar því að kaupendur séu öflugur hópur heimamanna og óskar félagið þeim velfarnaðar í framtíðarþróun félagsins.“ segir Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður Brims í tilkynningu um viðskiptin.

Kaupsamningurinn er undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum á næstu vikum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.