Viðskipti innlent

Hópur fjárfesta af Skaganum kaupir Norðanfisk

Andri Eysteinsson skrifar
Frá undirritun kaupsamningsins á Akranesi.
Frá undirritun kaupsamningsins á Akranesi. Aðsend

Brim hf og hópur fjárfesta á Akranesi hafa undirritað kaupsamning um kaup fjárfestana á öllu hlutafé Norðanfisks ehf.

Norðanfiskur á sér langa og farsæla sögu á Akranesi og sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi til veitingastaða hérlendis auk sölu neytendapakkninga. Vörutegundir Norðanfisks eru um 250 og eru þær framleiddar í starfsstöð félagsins á Akranesi.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi var ásamt fulltrúum KPMG og LEX lögmannsstofu kaupendum innan handar í kaupferlinu en Íslensk verðbréf stýrði söluferlinu fyrir hönd Brims.

Mikilvægt er að Norðanfiskur starfi enn á Akranesi og tækifæri eru til sóknar að sögn kaupenda en Inga Ósk Jónsdóttir, einn kaupenda, segir í tilkynningu að það sýni styrk fjárfestahópsins að á þessum óvissutímum sé fyrirhuguð sókn frá Akranesi. Þá segir Inga einnig að framkvæmdastjóri Norðanfisks, Sigurjón Gísli Jónsson, sé einni kaupanda og sé veðjað á framtíðarsýn og forystu hans.

„Rekstur Norðanfisks á sér langa og farsæla sögu á Akranesi og Brim fagnar því að kaupendur séu öflugur hópur heimamanna og óskar félagið þeim velfarnaðar í framtíðarþróun félagsins.“ segir Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður Brims í tilkynningu um viðskiptin.

Kaupsamningurinn er undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum á næstu vikum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,09
30
16.643
SIMINN
1,67
10
444.458
REITIR
1,6
5
26.176
FESTI
1,25
8
185.089
EIK
1,04
1
532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,04
10
126.761
ICESEA
-1,48
3
43.141
SYN
-0,61
5
13.156
SJOVA
-0,58
6
2.849
VIS
-0,28
4
99.599
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.