Konur í friðargæslu eru lykill að friði Heimsljós 29. maí 2020 11:20 Sameinuðu þjóðirnar Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er í dag, 29. maí. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna vekur athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna. „Konur í friðargæslu: Lykill að friði“ er þema alþjóðadagsins í ár en hlutur kvenna í friðargæslu hefur aldrei veri meiri en einmitt núna á tímum kórónaveirunnar. „Það eru margar konur hér í Malí sem tala ekki við karlmenn,“ útskýrir Lisbeth Pedersen danskur friðargæsluliði sem starfar hjá MINUSMA í Malí. „Það þýðir að ef það væru engar konur í friðargæsluliðinu gætum við ekki átt orðastað við konur og börn. Þar með væri helmingur íbúanna útilokaður frá friðargæsluferlinu.“ „Við höfum möguleika á að safna upplýsingum sem karlar geta ekki,“ segir norski friðargæsluliðinn Katrine Seland sem starfar sem lögreglukona hjá UNMISS-sveit Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Kastljósinu er í dag beint að miðlægu hlutverki kvenna í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 20 ára afmæli ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi. „Konur í friðargæslu eru í framvarðasveit í viðbrögðunum við COVID-19 á svæðum sem þegar áttu undir högg að sækja. Þær nota staðbundið útvarp til að dreifa upplýsingum um lýðheilsu, koma nauðsynlegum forvarnarbúnaði til einstakra samfélaga og styðja starf við friðaruppbyggingu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. „Ekkert erfiðara fyrir okkur” Konur eru ekki nema 6 prósent friðargæsluliða en voru aðeins 1 prósent árið 1993. Markmiðið er að konur verði 15 prósent herliðs og 20 prósent lögregluliðs árið 2028. Sænski friðargæsluliðinn Lotta Sjunesson hvetur konur til að ganga til liðs við friðargæsluna. „Það er ekkert sem gerir þetta erfiðara fyrir okkur konur,“ segir Sjunnesson sem er í friðargæslunni i Suður-Súdan. „Engin skyldi halda að færri möguleikar standi konum til boða.“ Almennt er konum í friðargæslu vel tekið í þeim ríkjum þar sem þær starfa. „Fólk sem við hittum á förnum vegi á eftirlitsferðum brosir og veifar okkur,” segrir Katariina Lausto frá Finnlandi sem starfar í Líbanon. „Fólk er ánægt að sjá að það séu líka konur í friðargæslunni.“ Mikilvægt framlag Norðurlanda Svíþjóð leggur Sameinuðu þjóðunum til flesta friðargæsluliða af Norðurlöndunum eða 288. Konur eru líka flestar þaðan eða 56 talsins. Flestir Svíanna eru í þjónustu MINUSMA í Malí (191 karl/37 konur). Tuttugu Svíar eru í Suður-Súdan og ellefu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Finnland hefur löngum verið rausnarlegt í friðargæslu. 231 Finni þjóna hjá “Bláu hjálmunum“ (Blue helmets) eins og friðargæsla SÞ er oft kölluð, þar af 18 konur. Finnar eru í 8 mismunandi friðargæslusveitum, en langflestir eru í UNFIL sveitinni í Líbanon. 198 eru þar í elstu friðargæslusveit samtakanna, þar á meðal 12 konur. 61 Norðmaður er í friðargæslu samtakanna, þar af 13 konur. Flestir þeirra eru í UNMISS í Suður-Súdan 26 (21/5) og MINUSMA í Malí 20 (14/6) og svo tólf hjá UNTSO (11/1), 1 í Líbanon og ein kona í Kólombíu. Enginn Íslendingur er í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna á vegum heimalands síns, en margir hafa verið ráðnir beint af samtökunum í áranna rás. 95 þúsund hermenn, lögreglumenn og borgaralegt starfslið skipar Friðargæslu samtakanna og starfa í 13 verkefnum. Rúmlega ein milljón karla og kvenna hafa þjónað friðargæslunni frá stofnun hennar 1948. Um 3900 hafa látist við skyldustörf á vegum hennar, þar af 102 á síðasta ár. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malí Mest lesið Albert sýknaður Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Ökumaðurinn liðlega tvítugur Innlent Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Gætu ekki flúið þótt þau vildu Erlent Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Erlent Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Innlent
Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er í dag, 29. maí. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna vekur athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna. „Konur í friðargæslu: Lykill að friði“ er þema alþjóðadagsins í ár en hlutur kvenna í friðargæslu hefur aldrei veri meiri en einmitt núna á tímum kórónaveirunnar. „Það eru margar konur hér í Malí sem tala ekki við karlmenn,“ útskýrir Lisbeth Pedersen danskur friðargæsluliði sem starfar hjá MINUSMA í Malí. „Það þýðir að ef það væru engar konur í friðargæsluliðinu gætum við ekki átt orðastað við konur og börn. Þar með væri helmingur íbúanna útilokaður frá friðargæsluferlinu.“ „Við höfum möguleika á að safna upplýsingum sem karlar geta ekki,“ segir norski friðargæsluliðinn Katrine Seland sem starfar sem lögreglukona hjá UNMISS-sveit Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Kastljósinu er í dag beint að miðlægu hlutverki kvenna í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 20 ára afmæli ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi. „Konur í friðargæslu eru í framvarðasveit í viðbrögðunum við COVID-19 á svæðum sem þegar áttu undir högg að sækja. Þær nota staðbundið útvarp til að dreifa upplýsingum um lýðheilsu, koma nauðsynlegum forvarnarbúnaði til einstakra samfélaga og styðja starf við friðaruppbyggingu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. „Ekkert erfiðara fyrir okkur” Konur eru ekki nema 6 prósent friðargæsluliða en voru aðeins 1 prósent árið 1993. Markmiðið er að konur verði 15 prósent herliðs og 20 prósent lögregluliðs árið 2028. Sænski friðargæsluliðinn Lotta Sjunesson hvetur konur til að ganga til liðs við friðargæsluna. „Það er ekkert sem gerir þetta erfiðara fyrir okkur konur,“ segir Sjunnesson sem er í friðargæslunni i Suður-Súdan. „Engin skyldi halda að færri möguleikar standi konum til boða.“ Almennt er konum í friðargæslu vel tekið í þeim ríkjum þar sem þær starfa. „Fólk sem við hittum á förnum vegi á eftirlitsferðum brosir og veifar okkur,” segrir Katariina Lausto frá Finnlandi sem starfar í Líbanon. „Fólk er ánægt að sjá að það séu líka konur í friðargæslunni.“ Mikilvægt framlag Norðurlanda Svíþjóð leggur Sameinuðu þjóðunum til flesta friðargæsluliða af Norðurlöndunum eða 288. Konur eru líka flestar þaðan eða 56 talsins. Flestir Svíanna eru í þjónustu MINUSMA í Malí (191 karl/37 konur). Tuttugu Svíar eru í Suður-Súdan og ellefu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Finnland hefur löngum verið rausnarlegt í friðargæslu. 231 Finni þjóna hjá “Bláu hjálmunum“ (Blue helmets) eins og friðargæsla SÞ er oft kölluð, þar af 18 konur. Finnar eru í 8 mismunandi friðargæslusveitum, en langflestir eru í UNFIL sveitinni í Líbanon. 198 eru þar í elstu friðargæslusveit samtakanna, þar á meðal 12 konur. 61 Norðmaður er í friðargæslu samtakanna, þar af 13 konur. Flestir þeirra eru í UNMISS í Suður-Súdan 26 (21/5) og MINUSMA í Malí 20 (14/6) og svo tólf hjá UNTSO (11/1), 1 í Líbanon og ein kona í Kólombíu. Enginn Íslendingur er í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna á vegum heimalands síns, en margir hafa verið ráðnir beint af samtökunum í áranna rás. 95 þúsund hermenn, lögreglumenn og borgaralegt starfslið skipar Friðargæslu samtakanna og starfa í 13 verkefnum. Rúmlega ein milljón karla og kvenna hafa þjónað friðargæslunni frá stofnun hennar 1948. Um 3900 hafa látist við skyldustörf á vegum hennar, þar af 102 á síðasta ár. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Malí Mest lesið Albert sýknaður Innlent Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Erlent Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Þorði ekki að hringja í lögregluna eftir að hafa kveikt í sumarbústað Innlent Ökumaðurinn liðlega tvítugur Innlent Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Innlent Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Innlent Gætu ekki flúið þótt þau vildu Erlent Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Erlent Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Innlent