Rosalegustu félagaskipti í sögu norsks handbolta – Abalo kemur í stað Sigvalda Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 17:12 Luc Abalo hefur meðal annars tvívegis orðið Ólympíumeistari með Frökkum. VÍSIR/GETTY Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi. Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi.
Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira