Pabbi týndist og er nú farinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2020 15:00 Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun