Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 27. maí 2020 18:09 Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda. EPA/ARMANDO BABANI Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa. Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar. Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður. Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku. Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.
Fréttir af flugi Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. 25. maí 2020 23:26
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21. maí 2020 08:30