Viðskipti erlent

Yfirstjórn Lufthansa hafnar skilyrðum Evrópusambandsins

Margrét Helga Erlingsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda.
Yfirstjórn flugfélagsins Lufthansa segist ekki geta samþykkt skilyrði Evrópusambandsins við björgunarpakka þýskra stjórnvalda. EPA/ARMANDO BABANI

Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hafnaði í dag skilyrðum sem Evrópusambandið setti við björgunarpakka þýskra stjórnvalda til að forða félaginu frá gjaldþroti. Enn á ný er því alls óvíst um framtíð Lufthansa hvar 138 þúsund manns starfa.

Í fyrstu var talið fullvíst að yfirstjórnin myndi skrifa undir björgunartilboð stjórnvalda möglunarlaust en niðurstaða stjórnarfundar var sú að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum Evrópusambandsins.

Evrópusambandið krefst þess að Lufthansa gefi frá sér verðmæta lendingar- og afgreiðslutíma á flugvöllum í Frankfurt og München til frambúðar.

Þrátt fyrir að yfirstjórn flugfélagsins hafi hafnað skilyrðum Evrópusambandsins segir hún að björgunaraðgerðir þýskra stjórnvalda sé eina raunhæfa leiðin til að forða Lufthansa frá gjaldþroti. Því bindur yfirstjórnin vonir við frekari viðræður.

Ríkisstjórnin hefur boðið flugfélaginu níu milljarða evra gegn því að eignast tuttugu prósenta hlut í flugfélaginu auk heimildar til að bæta við sig fimm prósentum til viðbótar til að koma í veg fyrir yfirtöku.

Í lok síðasta mánaðar gaf Lufthansa út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,53
5
356
BRIM
1,66
9
204.471
EIM
1,45
1
140
SIMINN
1,37
5
16.759
MAREL
0,43
8
219.061

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,45
4
1.629.523
SKEL
-0,36
2
1.970
ORIGO
-0,16
3
1.282
SJOVA
0
2
1.216
KVIKA
0
2
12.681
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.