Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira