Friðrik Ingi snýr aftur til Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 19:45 Þjálfarar karlaliðs Njarðvíkur, þeir Halldór Karlsson, Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ingi Rúnarsson, ásamt Brenton Birmingham varaformanni og Kristínu Örlygsdóttur formanni. MYND/JÓN BJÖRN Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Njarðvík og bætist því í hópinn með Halldóri Karlssyni en báðir munu þeir aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið á komandi tímabili. Friðrik Ingi var síðast þjálfari Þórs í Þorlákshöfn en hætti þar eftir síðasta tímabil, eftir eitt ár í starfi. Í fréttatilkynningu Njarðvíkinga er bent á að Einar Árni og Friðrik Ingi séu nú sameinaðir á ný því Einar Árni hafi stigið sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild þegar hann var aðstoðarþjálfari Friðriks Inga hjá félaginu. Friðrik Ingi mun auk aðstoðarþjálfarastarfsins sjá um þjálfun drengja- og unglingaflokks hjá Njarðvík. Djákninn .@FridrikIngi er mættur í Gryfjuna á nýjan leik https://t.co/jWTjngqZRS #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/DD3QkYes9o— UMFN (@UMFNOfficial) May 26, 2020 „Við erum ofboðslega spennt fyrir samstarfinu við Friðrik Inga og ekki síst fyrir því að iðkendur í elstu yngri flokkum okkar fái einnig að njóta handleiðslu hans,“ sagði Kristín Örlygsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í fréttatilkynningu. „Mér líst afar vel á þetta verkefni og er ánægður að verða í eldlínunni með Njarðvík í Domino´s-deildinni á komandi tímabili. Þá er ég einnig spenntur fyrir því að vinna með drengja- og unglingaflokki til að efla þá á leið sinni yfir brúna úr elstu yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokk. Ég tel Njarðvík fært um að skapa góðan vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að taka framförum og verða betri,“ er haft eftir Friðriki Inga. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í Njarðvík og bætist því í hópinn með Halldóri Karlssyni en báðir munu þeir aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið á komandi tímabili. Friðrik Ingi var síðast þjálfari Þórs í Þorlákshöfn en hætti þar eftir síðasta tímabil, eftir eitt ár í starfi. Í fréttatilkynningu Njarðvíkinga er bent á að Einar Árni og Friðrik Ingi séu nú sameinaðir á ný því Einar Árni hafi stigið sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild þegar hann var aðstoðarþjálfari Friðriks Inga hjá félaginu. Friðrik Ingi mun auk aðstoðarþjálfarastarfsins sjá um þjálfun drengja- og unglingaflokks hjá Njarðvík. Djákninn .@FridrikIngi er mættur í Gryfjuna á nýjan leik https://t.co/jWTjngqZRS #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/DD3QkYes9o— UMFN (@UMFNOfficial) May 26, 2020 „Við erum ofboðslega spennt fyrir samstarfinu við Friðrik Inga og ekki síst fyrir því að iðkendur í elstu yngri flokkum okkar fái einnig að njóta handleiðslu hans,“ sagði Kristín Örlygsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í fréttatilkynningu. „Mér líst afar vel á þetta verkefni og er ánægður að verða í eldlínunni með Njarðvík í Domino´s-deildinni á komandi tímabili. Þá er ég einnig spenntur fyrir því að vinna með drengja- og unglingaflokki til að efla þá á leið sinni yfir brúna úr elstu yngri flokkum félagsins og upp í meistaraflokk. Ég tel Njarðvík fært um að skapa góðan vettvang fyrir þessa ungu leikmenn til að taka framförum og verða betri,“ er haft eftir Friðriki Inga.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Sjá meira