Körfubolti

Sportpakkinn: Sprækir Haukar gerðu Stjörnumönnum erfitt fyrir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumaðurinn Urald King skoraði 22 stig gegn Haukum.
Stjörnumaðurinn Urald King skoraði 22 stig gegn Haukum. vísir/bára

Fjórir leikir fóru fram í 21. og næstsíðustu umferð Domino's deildar karla í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina.

Þrátt fyrir að vera án Bandaríkjamannsins Flenards Whitfields veittu Haukar toppliði Stjörnunnar mikla keppni í Ásgarði. Það dugði þó ekki til og Stjörnumenn lönduðu sigri, 94-83. Stjarnan er aðeins einum sigri frá því að verða deildarmeistari annað árið í röð.

KR vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Val, 90-81, í Origo-höllinni. KR-ingar eru í 4. sæti deildarinnar en Valsmenn í því tíunda.

Tindastóll hélt 3. sætinu með öruggum sigri á ÍR, 99-76, á Sauðárkróki. Þetta var annar sigur Stólanna í röð.

Þá rúllaði Njarðvík yfir Fjölni í Ljónagryfjunni, 117-83. Fallnir Fjölnismenn léku án Bandaríkjamannsins Victors Moses og munaði um minna.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Stjörnumenn einum sigri frá deildarmeistaratitlinum

Tengdar fréttir

KKÍ aflýsir neðri deildum og yngri flokkum

KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum leikjum í neðri deildum sem og yngri flokkum frá og með 14. mars í kjölfar samkomubanns sem heilbrigðismálaráðherra tilkynnti nú fyrr í dag.

Ingi um Brynjar: Ein­hver tími í að hann verði með

KR vann mikilvægan sigur á Val í Dominos-deild karla í kvöld, 90-81. Leikið var í Origo-höllinni á Hlíðarenda. Sigurinn tryggir KR 4. sæti í deildinni og á liðið enn möguleika á að ná 3. sætinu.

Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hve­nær við spilum næst

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×