Réttindi fólks besta vörnin gegn veirunni Drífa Snædal skrifar 13. mars 2020 12:15 Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar